Er það nú lifnaður á manni! Er í ofvirkniskasti ein heima að fara að éta pasta út pakka kl. 01 og er að pæla í að fara að þvo þvott! Jólin eru sko mætt á svæðið...eða þetta er svona týpískt pre-jóla-ástand...
Var að átta mig á að ég væri bara búin að borða eitt snickers og eina pylsu í dag...það er ekki nógu gott! Því leyfi ég mér að borða djöfulinn sjálfann - Pakkapasta með ostasósu!
Á nú ekki eftir að gera það margt áður en ég fer norður en mig langar svo að hafa allavega laugardaginn sem fríastann :o) Þá reynir maður að pakka þessu saman eitthvað fallega.
Verst bara hvað ég er strax búin að snúa sólarhringnum við!
Var á jólatónleikum í skólanum áðan og það var bara mjög gaman...besta atriði kveldsins var klárlega Babba-kvartettinn! Mér var sagt að syngja ekkert og ég var því ekki að syngja...ekki einu sinni í samsöngslögunum! Verð að vera ósyngjandi í 3 vikur...það er ótrúlega erfitt!
Byrjaði að syngja með í fyrsta samsöngnum og mundi svo bara í miðju lagi að ég mætti ekki að vera að syngja...pfffff!
Hvernig fer maður í gegnum heil jól án þess að syngja?
Jæja ætla að sinna matnum og þvottinum :o)
Jólin!
föstudagur, 14. desember 2007
Djöfullinn og dádýrið
Birt af jennzla kl. 00:52
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hæhæ
pastapakka, hehe
Heyrðu ég fer norður 22. des líklega og verð svo fyrir austan um áramótin. Við hittumst nú vonandi eitthvað :)
Take care
Sandra Hrafnhildur
Skrifa ummæli