Hvað á maður að gera þegar þrjár hljómsveitir sem maður þekkir eru með lag í jólalagakeppni rúv? Bölvað vesen er þetta á ykkur! Endaði samt með því að ég kaus gamla góða Hraunið...svona fyrst maður er búin að gaula svona einu sinni með þeim í því lagi og allt það...sveik þar með frænda og góða vinkonu..það er vandlifað! Veit ég get kosið oftar en mér finnst það pínu kjánalegt....er ég ein um það? En hypjið ykkur inn á http://www.ruv.is/heim/vefir/poppland/jolalagakeppni/ og kjósið....t.d. Hraun eða Túpílaka eða H&H eða Hraun ;o)
Hálsinn í fýlu við mig eftir síðustu daga....söng í 12 lögum í Kjallaranum á sunnudeginum og í gær urðu þau allt í einu 13...þannig það gekk ekkert rosa vel á æfingu í morgun á Brúðkaupinu þannig ég ákvað bara að þegja...Tækla þetta jólafríinu. Svaf svo yfir mig í söngtíma :o/
Annars er bara margt að gerast hjá mér þessa dagana...allt mjög gott en soldið scary...en ég bara brosi :o)
Svo er ég búin að fresta norðurferðinni um einn dag og gæti kannski verið að ég seinki því um einn dag í viðbót...nenni ekki að vera að keyra norður daginn eftir djamm...sé til hvort ég fari í þetta partý á laugardaginn. En svo er skyldumæting bæði til Rósu og í jólapartý NFSR...maður getur ekki gerst félagsskítur þó svo maður sé ekki í stjórn ;o)
Alltaf skal þetta líf koma manni í opna skjöldu!
miðvikudagur, 12. desember 2007
Er eiginlega bara orðlaus...
Birt af jennzla kl. 16:34
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli