Bahhh...!
Röddin í meira messi í dag en seinustu daga. Þetta fer að verða þreytandi! Held ég verði að sleppa Sull'aria á morgun á seinni tónleikunum. Sé til á morgun hvernig söngtíminn fer í mig.
Er að fara á Mozart Requiem á eftir. Verður flutt á dánarstundu tónskáldsins. Í fyrra flutti ég þetta verk á sama tíma en núna ætla ég bara að njóta þess að hlusta á það. Hlakka mikið til enda finnst mér þetta eitthvað það fallegsta tónverk sem samið hefur verið. Kikna í hnjánum í Lacrimosa kaflanum.
Svo er Þetta mánaðarlega í Kjallaranum hjá Hugleik að bresta aftur á...verð ekkert að leika í þetta skiptið en syng alveg eins og óð...gleymi alltaf að ég sé fokkt í hálsinum. En allavega mun Hjárómur syngja þarna vel valin jólalög, bæði sér og í leikþætti. Svo ætlum við Rósa að syngja saman eitthvað skemmtilegt og svo erum við nokkrar að fara að syngja sem kirkjukór í öðrum leikþætti. Ætti að verða hin skemmtilegasta dagsrká og er voða kósý stemning á jóladagskrám Hugleiks þannig endilega mætið, annað hvort á sunnudag eða mánudag kl. 21:00 held ég alveg örugglega...kem svo með betra plögg þegar nær dregur.
Er farin að hlakka voða til að fara heim, norður, um jólin. Fer eftir bara 10 daga! Held líka að ég hafi ekki verið svona lengi í einu fyrir norðan frá því ég flutti suður. Það verður næs! Fann bragðið af hvítlaukssmurostinum hans pabba á tungunni á mér um daginn. Þá kom jólaandinn yfir mig :o)
Ætla að tékka á samlokunni sem ég er að grilla mér í kveldmat. Hún er voða girnó! Með mango-chutney, skinku, spínati, parmesanosti og camenbertosti :oÞ
Verði mér að góðu!
þriðjudagur, 4. desember 2007
Er hvítlauksbragð af jólunum?
Birt af jennzla kl. 19:23
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli