mánudagur, 10. desember 2007

Afsakið óreiðuna

Ákvað að gera tilraun til að breyta lúkkinu á þessu bloggi aðeins, skreyta það smá, en þegar ég var búin að velja mér útlit þá sá ég að ég þyrfti að breyta því og lagfæra það mikið til að það yrði eins og ég vildi hafa það. Ákvað því bara að halda mig við þetta svarta og fjólubláa þangað til ég nenni að vera að föndra við þetta. Verst bara að ég sat eftir með þessar ljótu hænur þarna...ef einhver veit hvernig ég get losnað við þær má sá hinn sami endilega láta mig vita!

Frábær helgi að baki. Jólahlaðborð með vinnunni á fimmtudeginum. Fórum á Fjörukránna. Það var soldið spes en mjög skemmtilegt. Vinguðumst við hóp af norðmönnum sem voru á næsta borði. Fórum svo auðvitað á Næsta og vorum leiðinlega liðið sem er ógeðslega lengi að hypja sig út þegar það er búið að loka!

Á föstudeginum var ég búin að gleyma að það væru tónleikar mað Hálfvitunum og Hvanndalsbræðrum og sagði því við Grjóna að ég skyldi taka vaktina hans það kvöld fyrir hann. Hann varð glaður og fór á tónleika. Ég bölvaði mér í hljóði.

Á laugardaginn var ég eiginlega að æfa allan daginn. Þreytti það þrekvirki að mæta á æfingu til Rósu kl. 11:00 þegar ég hafði verið að vinna til 5 um nóttina. Fór svo og keypti nokkrar jólagjafir. Var svo pínu föst og komst ekki á eina æfingu en náði að mæta seint á þriðju æfingu dagsins. Eftir það var haldið til Einars og Gunnu og borðaður dýrindis kjúklingur...át næstum tvær heilar bringur og fullt af meðlæti! Varð að yfirgefa veisluna fyrr en aðrir því við vinirnir vorum búin að lofa að hittast í tilefni af því að við hefðum endurheimt Völu. Byrjuðum á því að hittast hjá Helga og spiluðum Kana og ég rústaði Helga í Hæ Gosa 2x því hann bara varð að reyna að vinna mig í því...ég hef bara aldrei tapað í Hæ Gosa og ætla ekki að byrja á því núna. Svo var haldið niður í bæ sem var frekar hljóður svona í prófatíðinni. Ég fóðraði liðið á ostum og snakki á Næsta. Svo ráfuðum við eitthvað í leit að einhverjum stað að fara á og enduðum á að fara á Ellefuna en þar týndum við Vala Höllu og Helga. Það var voða lítið að gerast þar og því röltum við yfir Laugaveginn og tókum okkur stöðu í röðinni fyrir utan Kaffibarinn. Eftir að hafa beðið slatta og leyft fullt af fastagestum fara á undan þá trompaðist Vala við dyravörðinn og húðskammaði hann en viti menn þá hleypti hann okkur loksins inn. Þetta var eini staðurinn sem við fórum á þetta kveld sem var eitthvað af fólki á og eins og í den þegar við Vala vorum alltaf að djamma á Kaffibarnum þá byrjum við að blaðra við hina og þessa, en blöðruðum reyndar merkilega mikið við hvor aðra líka. Í lok kveldsins kom strákur til okkar þar sem við bíðum á barnum eftir afgreiðslu og býður okkur drykki og segir svo "mér var annars sagt að ég þyrfti bara að bjóða þér upp á kokteilsósu til að ná í þig." Og þetta er svo mikill einkahúmor sem aðeins svona 18 í heiminum skilja :oD En ég dó næstum úr hlátri og ákvað að næst þegar ég hitti Snorra að þakka fyrir mig. Pott þétt besta pikk öpp lína sem ég hef heyrt! Og þið haldið núna að ég sé eitthvað klikk...

Anyway þetta var stórskemmtilegt kveld en ég fékk að finna fyrir því daginn eftir. Verð afskaplega sjaldan þunn en það gerðist á sunnudeginum og var ég eiginlega hálftíma sein allan daginn. Ég og Rósa vorum löööööngu búnar að ákveða að fara í Kolaportið að grúska en þegar við loksins komum þangað var klukkan orðin alltof margt miðað við að við áttum eftir að taka okkur til fyrir Kjallarann um kveldið. Uppgötvuðum samt nýjan æðislegan bás. Fór heim og setti nýtt met í að taka mig til en ég var mætt með þeim fyrstu niður í kjallara. Prógrammið tókst vel miðað við æfingaleysi, allavega í mínu tilviki. Þeir sem misstu af geta séð þetta næsta þriðjudag. Þið voruð ótrúlega ódugleg við að mæta! Það voru bara 3 á mínum vegum sem mættu og það telst slæm mæting hjá ykkur masstíurnar mínar! Eftir dagskrána var aðeins kíkt á Ölstofuna og súpt aðeins á bjórnum...langt en skemmtilegt kveld ;o) "Ég ætla að fara... niðr'í bæ"

Var ekki að nenna að vakna um hádegisbilið en það marðist á endanum. Núna ligg ég og er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að taka til í herberginu mínu en það eru föt út um allt. Það er nú líka eina draslið þannig lagað sem myndast í herberginu því það er bara ekki pláss fyrir þau öll í þessari einu kommóðu og eina skáp sem ég er með...þetta bara gubbast út úr þeim!

En þetta er orðið langt og leiðinlegt blogg sem er fullt af einkahúmor...

Túrílú

1 ummæli:

Ásta sagði...

Mér þykir líklegt að þú þurfir að eyða einhverjum kóða úr template til að ná burtu hænsnunum. Get eiginlega ekki verið nákvæmari en það því ég veit ekki hvernig þetta fór inn til að byrja með.

Bansett kokteilsósan ætlar að vera seindrepin... ;)