fimmtudagur, 13. desember 2007

Tannpínupúki?

Held ég verði bara að sætta mig við þessar hænur...fínt að hafa hænsnagarð á blogginu sínu og ekki amalegt að það séu þá rokkhænur sem segjast vera vinir mínir.

Jólatónleikar í skólanum í kveld. Ég ætlaði að syngja með Heiðrúnu en ég er orðin ömurleg. Verð núna að andskotast til að syngja ekki neitt næstu 3 vikur. Og kannski fá lyf sem virka. Helvítis húmbúkk!

Á eftir að gera alltof margt áður en ég fer norður! Tíminn hleypur á harðaspretti frá mér! Ég er líka rosalega utan við mig þessa dagana. Hef verið að gleyma dagbókinni minni mikið heima og að ég eigi hana yfir höfuð og það þýðir að ég man ekkert hvar ég á að vera hvenær.

Verð að muna eftir að fara til tannlæknis á morgun. Það hefur ekki verið litið upp í kjaftinn á mer síðan ég var 17 ára gömul. Veit að það er ekkert það gáfulegasta en það hefur allavega ekkert verið að bögga mig í tönnunum. Gott samt að fara og láta hreinsa þær alminnilega við og við. Kvíði samt svakalega fyrir!

Held ég fari núna og reyni að taka til í herberginu mínu. Það hefur eki litið svona svakalega út síðan ég flutti hingað!

0 ummæli: