þriðjudagur, 8. janúar 2008

Dugnaður og leti

Í dag er ég búin að vera rosalega dugleg og líka frekar löt. Mætti í skólann á réttum tíma klukkan 9:00 í morgun á æfingu á Finale í 4. þætti í Brúðkaupinu. Æfði mig svo ein á þeim parti þannig ég held að hann ætti að vera komin á hreint núna. Heima fann ég síðan allskonar dót sem tengist þessum 4 lögum sem ég á eftir að læra alminnilega af þessum 20 sem ég þarf að hafa fyrir 7. stigs prófið, þannig ég er komin langt með þau, auk þess sem ég tók tvö af þeim og fór vel yfir laglínuna.

Þá var klukkan orðin 4 og ég ákvað að leyfa mér að hvíla mig smá og tók smá House syrpu, fyrst maður er komin með 3. seríu í hendurnar ;o) Náði að halda mér vakandi í gegnum fyrstu tvo þættina en steinsofnaði yfir þeim þriðja! Svaf í tvo tíma sem er ekki nógu gott því ég er að reyna að berjast á móti þessum svefnsjúkdómi sem allt í einu herjaði á okkur systur. Sé til hvernig fer með að sofna í kveld!

Svo er ég búin að kynna mér slatta vel kórpartana í Brúðkaupinu en á morgun er einmitt kóræfing í því dæmi.

Þannig ég er búin að vera aðeins meira dugleg en löt ;o)

Svo líður mér líka skringlega...Nenni innilega ekki að gera neitt en geri það bara samt og meira til! Mjög skrítið! Er líka að finna fyrir því aftur, frá því snemma í haust, að ég sé að fá eitthvað út úr því að vera dugleg...ekki jafn mikið og áður fyrr, en samt eitthvað.

Er til eitthvað sem heitir Workaholic Anonymous? Það er nefnilega alveg jafn alverlegt að vera vinnufíkill eins og hvers konar annar fíkill. Held samt að það sé ekki litið þannig á það. Eða hvað?

Langar rosalega mikið þessa dagana að verða aftur vinnualki! It's my weakness! Og það er nokkuð góð leið að fara til að þurfa ekki að takast á við lífið því flestum finnst maður bara rosa duglegur og allir voða stoltir af manni...annað en ef maður væri alkóhólisti, dópisti, kynlífsfíkill, matarfíkill eða eitthvað þannig...en ég ætla ekki að leyfa mér það...nema bara upp að vissu marki...eða hvað?

Er farin að leita að Pollýönnu!

0 ummæli: