Jæja, þá er fríið loksins að klárast.
Ég hef komist að því að ég er ekkert rosa hrifin af fríum. Það virðist ekkert ganga upp í þeim. Eða kannski er það bara ég :o)
Þetta var samt fínasta jólafrí og það gerðist svo margt að mér líður eins og þetta hafi verið miklu lengur, jafnvel hálft ár.
Og núna byrjar aftur hin daglega rútína og fríið verður eftir í minningunni eins og draumur. Maður hugsar tilbaka og spyr sjálfan sig hvort þetta hafi virkilega verið raunveruleiki.
Og dagleg rútína, jibbí! Elska daglega rútínu jafn mikið og ég hata hana. Hún er nú það sem heldur mér gangandi. Skipulag og skipulag. Elska skipulag og elska að þurfa að beita mig aga til að halda því. En ég hata það líka.
Held það fari bara eftir því hvaða persóna er ríkjandi í mér þá stundina.
Margt og mikið skeð sem mig langar til að segja frá og margt sem ég hef séð, en ég bara nenni því ekki. Þetta er vandamálið við það þegar maður lætur bloggin sín snúast um það sem maður er að hugsa frekar en það sem maður er að gera :o)
Kannski stikla á stóru? Já, ætli það ekki bara:
- Brúðkaup í gær á stjúpsystur minni. Það var svo fallegt og algerlega fullkomið. Var í fyrsta sinn gellan sem var að fara að grenja því þetta var svo fallegt. Þau eru líka bara eitt fallegasta par, á allan hátt, sem ég hef þekkt.
- Sá Ökutíma á Ak. og var bara nokkuð sátt. Skil samt ekki alveg hræðsluna við að sýna atriðin sem hefðu átt að sjokka soldið, held það hefði hjálpað til að fá sjokkin. En fín sýning og get alveg mælt með henni.
- Sá Jólasveininn líka á Ak. Stórkostlegur karakter en hefði kannski mátt vera þéttari. Góð fjölskylduskemmtun þar á ferð.
- Náði ekki að sjá Íslandsklukkuna aftur þar sem ég eyddi þremur dögum á Ak. milli jóla og nýárs.
- Átti fínasta Gamlárskveld þar sem ég, mamma og Gulli snæddum nautalundir á náttfötunum. Kíkti svo í þrjú mjög ólík partý og hitti ólíklegasta fólk, t.d. besta vin minn frá því ég var 3-6 ára eða svo.
- Brainstormaði með Helga Rafni
- Eignaðist nýja vini
Ætla núna að halda áfram að skipuleggja mig og lesa handrit og svona.
Túrílú!
2 ummæli:
knús á þig sætan mín...
ég elska frí.. synd að maður þurfi bráðum að fara að vinna.. það er svo magnað að geta vaknað þegar maður vill, net nördast, saumað og haft allan tímann í heiminum:) vildi stundum óska að það væri hægt að lifa á loftinu híhí:)
já og kveðja..
Rósa sósa:)
Skrifa ummæli