fimmtudagur, 24. janúar 2008

Fréttaskot

Og sólin heldur áfram að skína í mínum eigins heimi...verst hvað þessi snjór er alltaf að þvælast fyrir á bílnum mínum!

Held að það sé það eina sem ég þoli ekki við veturinn - AÐ SKAFA AF BÍLNUM!

Finnst fínt að hafa kalt, hálku, snjó, éljagang (og uppgötva nú að ég hef aldrei skrifað þetta orð, er það skrifað svona?), snjóstorm og læti, bara ef snjórinn vildi gjöra svo vel og sleppa því að fara á bílinn minn. Nei, reyndar er mér sama þó ég þurfi að sópa af bílnum, þoli bara ekki að SKAFA hann!

Fanney systir að fara í fyrsta inntökuprófið úti um helgina...er að verða stressuð fyrir hennar hönd. Finnst nógu stressandi að vera að fara í mars og bara hérna heima!

Brúðkaupið gengur vel og verður rennt yfir allt heila klabbið á morgun. Ekki er samt enn orðið ljóst hvaða Barbarinur fá lengra sóló eða á hvaða sýningu.

Er svo að fara á fyrstu æfinguna á 39 1/2 vika á eftir hjá Hugleik. Þar er maður víst búin að koma sér í stöðu búningaumsjónarmanns. Það verður gaman :o)

Og er búin að finna búninginn á Barbarinu en á eftir að gera slatta af blómum, setja blátt á jakka Cherubinos, fjólublátt á hatt Marcellinu og örugglega eitthvað fleira. Frumsýningu var líka frestað um viku því hljóðfæraleikararnir gátu ekki spilað með okkur á hinum dagsetningunum, en það er eiginlega bara alveg ágætt. Getum vel nýtt þá viku.

Mig langar á Þorrablót.

0 ummæli: