Þær stóðu fyrir sínu. Mikið show og mjög absúrd lífsreynsla. Maður var komin 10 ár aftur í tíman, gróf upp gelgjuna í sér en var samt stödd á árinu 2008. Þetta kitlaði tárakirtlana aðeins því ég ímyndaði mér að ég væri aftur orðin 13 ára. Þá var þetta minn helsti draumur! Og þarna var ég! Sé sko alls ekki eftir þessu og er eiginlega enn að átta mig á þessu öllu saman! Læt hérna nokkrar myndir fylgja með sem maður náði af þeim stöllum.
Jájá, ein mynd af mér líka ;o) Ég fyrir utan Höllina með auglýsingarnar á bakvið!
Hérna má sjá nýja versjón af Breska-fánakjólnum sem er orðinn klassískur!
Það var skipt um föt á sviðinu og læti!
Við systur að bíða spenntar eftir því að sjóvið byrji!
Hérna má sjá nýja versjón af Breska-fánakjólnum sem er orðinn klassískur!
Það var skipt um föt á sviðinu og læti!
Við systur að bíða spenntar eftir því að sjóvið byrji!
Það er búið að taka agalegan tíma að koma þessu inn og tölvan mín vill ekki koma öllum myndunum fyrir á netinu...allavega ekki í dag. Þannig ég nenni ekki mikið lengur að vera í tölvunni.
Annað sem er að frétta er:
Ég er að fara að sjá um búninga í Brúðkaupi Fígarós hjá Söngskólanum, en þar syng ég líka hlutverk Barbarinu eins og svo oft hefur komið fram.
Er líka að fara að sjá um búninga í 39 og 1/2 vika hjá Hugleik en gaf ekki kost á mér í leik þar því ég mun bara verða og bissí til þess.
Er að verða búin að læra öll lög sem ég ætla að hafa á 7. stigs lista og það er nýtt því oftast hafa verið svona 2-3 lög á lista hjá mér sem ég bara kann ekki!
Er svo byrjuð að undirbúa lög fyrir nemendatónleika sem verða 5. febrúar.
Er glöð og ánægð og jafnvel farin að finna fyrir hamingjunni minni aftur :o)
Spice up your life!
Annað sem er að frétta er:
Ég er að fara að sjá um búninga í Brúðkaupi Fígarós hjá Söngskólanum, en þar syng ég líka hlutverk Barbarinu eins og svo oft hefur komið fram.
Er líka að fara að sjá um búninga í 39 og 1/2 vika hjá Hugleik en gaf ekki kost á mér í leik þar því ég mun bara verða og bissí til þess.
Er að verða búin að læra öll lög sem ég ætla að hafa á 7. stigs lista og það er nýtt því oftast hafa verið svona 2-3 lög á lista hjá mér sem ég bara kann ekki!
Er svo byrjuð að undirbúa lög fyrir nemendatónleika sem verða 5. febrúar.
Er glöð og ánægð og jafnvel farin að finna fyrir hamingjunni minni aftur :o)
Spice up your life!
3 ummæli:
vá hvað ég vildi óska að ég hefði verið á þessum tónleikum!!! spice girls voru mitt uppáhald;) er þetta ekki breska fána kjóllinn sem Geri var í í spice girls myndinni? og þá kanski búin að þrengja hann því hún er orðin svo fitt gellan, eða kanski bara nýr kjóll:) dí ég er komin með þvílíkan spice girls fiðring.. á pottþétt eftir að hringja í evu systir og biðja hana að fara uppá háaloft í kassana mína og grafa upp spice girls movieið.. hlakka til að sjá þig á eftir skvís, og fæ ferðasöguna beint í æð!
Kveðja
Rósa sósa
takk fyrir að koma þessari frábæru mynd inn í heiminn..ég vona að þú sért ennþá að drepast eftir hríðirnar...
Dásamlegt!
...en í sambandi við hárkúrinn, frekar vandræðanlegt því ég hef ekki hugmynd um hvað hann gerir. Á pilluboxinu stendur einfaldlega: Hárkúr 2 töflur á dag. Og ekkert meira nema ólesanlegt læknamál um anocsiasata og reafesala. Vona bara að ég haldi hárinu...
Skrifa ummæli