Doddi vinur minn jók brosprósentur vikunnar um helming þegar hann sagði mér frá því hvað kom fyrir hann í dag.
Doddi er þrítugur, tveggja barna faðir sem býr með sambýliskonu sinni í úthverfi í Reykjavík. Hann hefur góða menntun og góða stöðu í vinnunni sinni. Hann ákveður að sanna fyrir konunni sinni að hann geti þvegið þvott og það sé voða auðvelt. Hann skellir í vél og þurrkara. Þegar þvotturinn er síðan tekinn út kemur í ljós að margt hefur minnkað og annað er orðið bleikt, helmingurinn ný föt konunnar.
Hvernig getur maður verið þrítugur, kominn þetta langt í lífinu en ekki þvegið þvott án þess að gera svona heimskuleg mistök?
Doddi horfðir þú aldrei á Friends? Bendi þér á að tékka á fyrstu seríunni ;o)
fimmtudagur, 10. janúar 2008
Þrítugir og þvottur
Birt af jennzla kl. 18:31
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli