Jæja, þá styttist í nemendatónleika, bara rúmur sólarhringur í þá! Æfingin í gær tókst þokkalega en hefði alveg getað gengið betur hjá mér. Ég var reyndar ekki upphituð og var frekar þreytt þannig það var ekki við miklu að búast.
Á morgun ætla ég að sofa út, fara í söngtíma og í ljóða-og aríudeild, fara svo heim í sturtu og taka mig til í rólegheitunum og mæta svo rétt fyrir 7 til að hita upp og fara yfir tríóið. Ætla ekki að pæla í neinu öðru allan daginn! Ehhh nema ég verð að halda einn nemendafélagsstjórnarfund :oÞ
Það var fínt í baunasúpunni :o) Var bara með Magic í hönd þar sem ég nennti ekki að skilja bílinn eftir og líka út af tónleikunum. Súpan bragðaðist vel og svo var kaka í boði sem var mjög góð en hrottalega væmin! Gat ekki klárað litlu sneiðina sem ég fékk mér ;o) Svo voru lögin úr Epli og eikum flutt fyrir okkur af leikurunum og tveimur hljómsveitarmeðlimum og er maður farinn að hlakka mikið meira til að sjá allt heila klabbið eftir það, já og langar kannski pínu til að hafa verið með ;o) En mér finnst Bingólagið samt flottast ;o) Bingóliðið mætir allavega tímanlega! Í nokkurn tíma voru nefnilega fleiri mættir ú Bingói en Eplum og eikum! En þar sem þau eru aðeins fleiri unnu þau á endanum ;o)
Keypti Coleman's sinnep úti...það er hrottalega gott! Er núna að bíta í samloku með Coleman's sinnepi, skinku, osti og gúrkum...Það er næstum því það besta!!! Fátæktar-útgáfan af þessari samloku er sinnep og skinka...mæli eindregið með að þið prófið þetta ef þið fílið sinnep...já og kaupið ykkur eina krukku af Coleman's þegar þið farið næst til London...en það er frekar sterkt!
Jæja, ætla að fara að gera eitthvað af viti!
mánudagur, 26. febrúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
HæHæ...
Hvað segirðu, nú kem ég um helgina suður, stefnan er tekin að djamma á laugardaginn, ertu memm?
og já þetta var guðfinna
Skrifa ummæli