Þá styttist óðum í Skólann! Er að verða búin að fylla bílinn af farlausum fuglum en er ekki viss hvort allir sem báðu mig um far þurfi far...Þarftu far Sigga Birna? Ef einhver veit það má hinn sami láta mig vita!!! Annars fara Ásta og Una Dóra með mér í bíl alveg pott þétt. Planið er að leggja af stað klukkan 10:00 því ég þarf að "koma við" heima á Laugum og ná í nokkra hluti sem urðu eftir seinast eða komust ekki með. Þannig ég hendi stelpunum út á Akureyri, þar sem er gott að eyða nokkrum klukkutímum, og pikka þær aftur upp um sexleytið myndi ég halda.
Er ekki að nenna neinu þessa dagana sem er ekki gott því að nýjustu fréttir eru þær að gaurinn sem við mamma vorum að vinna fyrir sveik okkur...þannig enn og aftur er maður í atvinnuleit! Er búin að sækja um í apóteki, póstinum og á einhverjum einum stað í viðbót sem ég man ekki hver var...en ef ég verð ekki búin að fá svar frá neinum af þessum stöðum þegar ég kem til baka þá held ég að maður neyðist bara til að athuga með næturvaktir á Subway og Serrano...eins ótrúlega skemmtilegt og það hljómar! En ef þið vitið um einhverja góða og jafnvel skemmtilega vinnu sem er laus sem borgar ágætlega þá má alveg láta mig vita!
Ég er samt búin að vera semi-dugleg seinustu daga...er að verða búin að tæma hitt herbergið svo að Fanney systir geti bara komið sér fyrir um leið og hún kemur frá Kýpur...shit hvað ég hlakka til! Þá kemur líka smá svona fjölskyldustemming inn á heimilið. En já tæma herbergið...losa mig við sófann í kveld til hennar Ágústu og þá held ég að allt verði komið...
...bara verst að ég hef engan stað til að hengja upp alla kjólana mína og pilsin og það dót í nýja herberginu mínu...flest af þessu núna í kuðli á þvottagrindinni eða hangandi í gardínustöngunum já og gardínunum sjálfum...en það má ekki lengi því sólin upplitar fötin! Og það verður allt svo krumpað af því að vera í kuðli lengi! Þarf að koma upp fataslá inni í herbergi.
Og það lítur út fyrir það að við systur munum búa hérna um (langan) óákveðinn tíma þannig reynt verður að koma sér sem best fyrir. Reyndar full sem þarf að laga hérna og er þá sérstaklega baðherbergið sem er í vondu ásigkomulagi! Ojbara ojbara ojbara! Klóaklyktin gæti myrt rottuher og svo er fullt af litlum pöddum út um allt! Enda er á dagskránni að hafa samband við meindýraeyði og skipta um öll klósettmál...og athuga hvort sturtan geti ekki gert eitthvað meira en að slefa á mann! En þangað til verð ég bara ofvirk á ryksugunni og klósetthreinsinum og læt mig bara hafa það að þvo mér upp úr slefi ;oP
Ef það er ekki bað á baðherberginu er það þá sturtuherbergi?!?
Já, ég bulla mikið í dag enda hef ég eiginlega ekkert að gera!
Langar í helgarferð til London í sumar, helst með einhverjum. Langar líka til Eistlands með Fanney ef hún fer, en efast um að ég hefði efni á því. Langar líka til Kosovo svona á meðan maður getur gert það á ódýrari hátt en ella, en hef ekki einu sinni efni á því að gera það þannig. Langar til þess að vera heima á Laugum í svona 2 vikur...og geri það bara kannski!
Þoli ekki svikara!
Og ég þoli ekki að vera fátækur námsmaður!
miðvikudagur, 6. júní 2007
Svik og prettir!!
Birt af jennzla kl. 14:12
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
sael kaera systir...eg er med eitthvad oged a hendinni sem er buid ad vera tar alveg fra tvi eg kom...helt fyrst ad tetta vaeri moskitobit en svo var mer sagt ad tetta vaeri solarfrunsa og fekk krem..eg er hins vegar farin ad hallast ad tvi ad tetta se ekki tad heldur, tetta er bara ogedslegt helviti sem er ad gera mig gedveika og i dag bolnadi oll hendin i kring lika...heimska dot...en tad er samt vodalega gaman hja mer ..for t.d. a manudaginn med skemmtiferdaskipi i 18 tima siglingu til egyptalands og i gaer skodadi eg pyramida, svinxinn svo madur kunni ad skrifa tad og safnid i cairo sem er fullt af mummium og sliku..svo var tetta toppad med siglingu nidur nil tar sem vid bordudum ....en kypur er mikid brjalaedi..vid erum a naest mesta djammstad i evropu og agia napa...og tad er ekki haegt ad draga tad i efa,,endalaust af skemmtistodum og bara veitingahusum, skemmtigorddum og allt saman bara..voda mikid fjor to eg hafi reyndar bara djammad 2x i ferdinni...en nuna er eg ad fara medskrimslid mitt i froduparty nidri bae, blaedru og sybbin...tad sem fri taka a...en eg for i svona paraglyding 200 metra upp i loftid og tad var alveg magna..er lika buin ad lata festa mig i bur og skjota mer 100 metra upp i loftid 160 km hrada...tad var alveg gedveikt...er reyndar buin ad gera tad 4x og a liklega eftir ad gera tad meira...eeeennn tetta er liklega heimsins lengsta komment...eg elska tig mest af ollu og hlakka rosalega til tegar vid erum badar komnar heim hehehehe..until then yours sincerely monkey-biter
nice blog
Hæ mín kæra, held ég sé bara farinn að sakna þín helling. En leiðinlegt með vinnudæmið. Þetta reddast vonandi fyrr en seinna. En annars smá frétt, loksins er ég búinn að uppfæra linkinn á síðuna þína af minni. Sé að þú ert orðinn föst hérna og ekki alveg að fara að flytja þig, þannig að þetta verður vonandi í lagi núna.... :)
Skrifa ummæli