Afi Benni var pabbi pabba. Hann lést í seinustu viku. Hann var alltaf ljúfur og góður, en gat þó alveg verið ákveðinn. Hann bruddi bismark-mola í gríð og erg og laumaði hann oft til manns einum og einum. Man eftir því að hann og amma kíttu um allt og ekkert og okkur krökkunum þótti endalaust gaman að því, enda aldrei nein mikil alvara í því. Hann var líka endalaust duglegur og var að allan daginn, enda sofnaði hann oft yfir sjónvarpinu á kvöldin og var honum leyft að sofa þar til dagskrárloka eða þangað til hann fór að hrjóta. Það var alltaf gott að vera í kringum hann, það kom alltaf viss ró yfir mig. Mér mun alltaf þykja vænt um hann og trúi því eiginlega ekki að hann sé búinn að kveðja.
Takk afi fyrir að vera þú
miðvikudagur, 20. júní 2007
Afi Benni
Birt af jennzla kl. 23:44
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég votta þér samúð mína Jenný mín, haltu í minningarnar, þær verða alltaf dýrmætari eftir því sem lengra líður frá því að ástvinur kveður. Það var gaman að sjá þig í skólanum og nú er ég flutt á Suðurlandið og sé þig líklega oftar;-)Knús ljúfan mín
Skrifa ummæli