Baaaaa...!
Mér leiðist alveg hreint óskaplega þessa dagana...og finnst allt vera leiðinlegt.
Það er leiðinlegt.
Skuggablómssýningar gengu vel og aðsókn var góð.
Frumsýningarlokapartýið var skemmtilegt en ég var alltaf að lenda í einhverjum einkapartýjum inni í partýinu. Það var skrítið en skemmtilegt.
Hjárómur hefur ákveðið að hefja starfsemi aftur og er fyrsta verkefnið að syngja á Jóladagskrá Hugleiks í Þjóðleikhúskjallaranum.
En áður en að sú dagskrá fer fram er önnur dagskrá á sama stað um miðjan nóvember. Það er einþáttungadagskrá Hugleiks. Þar er maður búin að troða sér í tvo einþáttunga. Það er fínt.
Svo í desember verður Óperukórinn ofvirkur. Þá erum við að syngja á tónleikum með Garðari Thor og svo verðum við með árlegu Mozart Requiem tónleikana á dánarstundu skáldsins og að lokum verðum við með Dagamuninn okkar í desember.
Og svo er ég líklegast að fara að syngja á uppákomu hjá einhverju líknarfélagi í byrjun desember. Veit ekki meira!
Nóg að gera svo sem...
...langar bara svo að eiga frítíma.
miðvikudagur, 31. október 2007
Leiðinlegt, leiðinlegra, leiðinlegast!
Birt af jennzla kl. 17:00
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli