miðvikudagur, 31. október 2007

Leiðinlegt, leiðinlegra, leiðinlegast!

Baaaaa...!

Mér leiðist alveg hreint óskaplega þessa dagana...og finnst allt vera leiðinlegt.

Það er leiðinlegt.

Skuggablómssýningar gengu vel og aðsókn var góð.

Frumsýningarlokapartýið var skemmtilegt en ég var alltaf að lenda í einhverjum einkapartýjum inni í partýinu. Það var skrítið en skemmtilegt.

Hjárómur hefur ákveðið að hefja starfsemi aftur og er fyrsta verkefnið að syngja á Jóladagskrá Hugleiks í Þjóðleikhúskjallaranum.

En áður en að sú dagskrá fer fram er önnur dagskrá á sama stað um miðjan nóvember. Það er einþáttungadagskrá Hugleiks. Þar er maður búin að troða sér í tvo einþáttunga. Það er fínt.

Svo í desember verður Óperukórinn ofvirkur. Þá erum við að syngja á tónleikum með Garðari Thor og svo verðum við með árlegu Mozart Requiem tónleikana á dánarstundu skáldsins og að lokum verðum við með Dagamuninn okkar í desember.

Og svo er ég líklegast að fara að syngja á uppákomu hjá einhverju líknarfélagi í byrjun desember. Veit ekki meira!

Nóg að gera svo sem...

...langar bara svo að eiga frítíma.

0 ummæli: