föstudagur, 2. nóvember 2007

Kvef!

Í dag er ég kvefaðri en ég var í gær. Í gær var ég kvefaðri en í fyrradag. Í fyrradag var ég kvefaðir en í hitt-í-fyrradag, en þá var ég ekkert kvefuð.

Er byrjuð að vinna jólablaðið með múttu. Einhver af ykkur má búast við að fá símtal frá mér á næstunni þar sem ég mun láta ykkur sitja fyrir svörum um eitthvað sem er hugsanlega hægt að tengja við jólin.

Er annars að leita mér að vinnu. Hún þarf að vera skemmtileg, sveigjanleg og helst að borga vel. Annars er mér eiginlega sama svo lengi sem hún er skemmtileg og sveigjanleg. Já, og ætli hún verði samt ekki að vera plönuð svona mánuð fram í tíman svo mútta taki hana af alvöru...held henni finnist þjónahopp ekki vera nógu stabílt. Look who's talking ;o) Ég er reyndar búin að sækja um hér og þar en ekkert búin að heyra. Boring!

Annars er mér hætt að leiðast...það var svo leiðinlegt!

Annars er ég að pæla í að fara að lifa eftir stjörnuspá hvers dags. Eins og í dag sagði stjörnuspáin mín mér að ég ætti að fara út og hitta vini mína í kveld og passa að enginn verði út undan í því og það er bara akkúrat það sem ég ætla að gera!

Er að fara á óperuna Die Verschwörenen hjá Tónó í Iðnó. Það eru víst 5 Hugleikarar tengdir þessu og svona fólk sem maður kannast við úr söngnum. Hlakka nokk til.

Og svo eftir það ætlum við að hlamma okkur inn á B5 sem þýðir að maður verður að vera ógó sætur og í fínum fínum fötum og lækka greindarvísitöluna nokkuð mikið svo maður komist inn. Ætli manni sé hleypt inn með lekandi hor? Örugglega ekki! SHit!

Þoli ekki svona dress-cote, cute-cote o.s.frv. Finnst þetta vera vitleysa sem ég skil samt alveg en samt ekki. Þegar þú ferð niður í bæ þá er allskonar lið þar. Ef þú vilt ekki hitta allskonar lið haltu þá bara partý heima hjá þér!

Ætla að fara og athuga hvað ég get mixað til að heilla blessaða dyraverðina....eða þannig!

Sem minnir mig á það að það er verið að gefa þessu liði alltof mikil völd með svona code-dæmi! Einn um daginn hleypti ekki nokkrum venjulega útlítandi stelpum inn því þær voru ekki nógu sætar, alveg nógu fínar, bara ekki nógu sætar! Og svo er verið að hleypa fermingarstúlkum inn því þær eru svo sætar! Þá vel ég nú frekar shabby bar þar sem fermingarstúlkur þora ekki inn. Gæti ælt í 14 metra boga!

En ég ætti nú kannski ekkert að vera að dæma þessar stúlkukindur mikið. Ég var nú sjálf farin að fara á Sjallan þegar ég var 15 ára en ég hef það mér til varnar að ég var ekki byrjuð að drekka, var byrjuð í framhaldsskóla og átti kærasta sem þurfti að fylgjast vel með. Og ég fór ekkert oft þá.

Lífið er þversögn!

0 ummæli: