mánudagur, 18. febrúar 2008

Úti í haga...

...kenndum við Nes, þar mun ég brátt búa.

Ætla að fara að leigja með henni Særúnu og líst bara vel á það. Fín staðsetning og verður gott að standa aftur á eigin fótum.

Skúbbidí!

Stressfress

Svaf mikið í nótt. Það var gott þar sem ég vakti alltof mikið um helgina!

Lenti á óvæntu smá-djammi eftir vinnu á laugardaginn með staffinu. Spiluðum heil ósköp og hlógum endalaust mikið. Mjög hressandi eftir erfiða vinnuhelgi.

Var komin með hjartað í buxurnar þar sem að það leit út fyrir að Óperustúdíóið hefði ákveðið að breyta æfingaplönum en svo var að koma í ljós núna að þetta var vitleysa. Er ógurlega fegin þar sem ég er að verða megasegastressuð út af inntökuprófunum :o/ Bara mánuður í þau kvikindi!

Svo þarf ég að flytja...pínu bögg akkúrat á þessum tímapunkti en líka voða gott. En það þýðir líka að ég þarf að fara að vinna meira og því hefði það verið mjög erfitt ef Óperústúdíóið hefði breyst, en nú lítur allt vel út :o)

Spennandi tímar framundan!

laugardagur, 16. febrúar 2008

Ósanngjarnt!

Ég kem heim eftir bilaða vakt...

...og um leið og ég er komin upp í rúm byrja pípulagningargaurarnir að bora í vegginn!!

Verður "fríhelgin" mín svona?!?!?!

föstudagur, 15. febrúar 2008

Scrambled eggs

Á frí í dag til kl. 22:00 og er því merkisdagur í dag :oD

Hef aðeins afrekað að fara í laaaaangt bað, búa til nokkuð gott salat miðað við hvað var lítið til og taka á móti nokkrum rafmagnsofnum, en það þarf víst að rífa allt ofnasystemið í öllu húsinu upp og skipta um og ég veit ekki hvað og hvað!

Þess vegna var ég skilin eftir ein heima um helgina í hitalausu húsi...I feel loved ;o)

Mér voru að berast fréttir um Varúlf í kveld...long time no seeing! Heyrist samt að þetta sé ný varúlfahjörð!

Er búin með Harry Potter og við tók þá LOTR í lengri útgáfum. Fínt að geta skroppið svona í frí frá raunveruleikanum :o) er reyndar búin að horfa líka á Fight Club í millitíðinni og komst að því að ég hef líklegast aldrei horft á hana alla...hvernig getur maður gleymt svona enda?

Var að ákveða rétt í þessu að fara til Rósu og gefa henni með mér af nautalundinni minni...hún ætlar að preppa salat og sósu með. Gaman að geta gert eitthvað smá þó maður þurfi að vinna. Svo reyndar finnst mér afskaplega gaman í vinnunni minni.

Og er að fatta loksins núna að ég hef ekkert að segja :oÞ

Allir á Næsta bar í kveld!

fimmtudagur, 14. febrúar 2008

Hæ og bæ

Þá er það búið. Fígaró giftur og skilinn. Takk og bless.

Partýuðumst pínu eftir á í skólanum og var það voða næs. Helsta umræðuefnið var samt afhverju það væru svona margir á lausu í skólanum og afhverju fólk væri ekki að draga sig meira saman innan skólans. Það komu engin svör fram svo ég viti. Þetta er samt soldið merkilegt.

Er soldið þreytt í dag og voða fegin að þetta sé búið en samt með smá söknuði í hjarta...En samt eiginlega meiri tilhlökkun fyrir næsta hausti og næstu uppsetningu.

En næst á dagskrá er það óperustúdíóið. Tækla kórana í því um helgina og mónólóg nr. 3 :o)

Ætla ekki í 7. stigið í vor. Tók þá ákvörðun alveg ein og sjálf. Langar bara að vera betur undir það búin þegar ég fer í það. Svo er margt að gerast í röddinni og öllu systeminu og ég vil að það sé búið að settlast alveg inn þegar ég fer í prófið.


En Sólveig sæta mín er komin í heimsókn.

Seeyall

þriðjudagur, 12. febrúar 2008

Þunn?

Fígaró tók á, en tókst nokkuð vel. Held að allir hafi sloppið nokkuð skammlaust frá sínu. Svakaleg og skemmtileg upplifun!

Enda er ég alveg búin á því í dag..eins og flestir sem voru í sýningunni. Fáir mættu í Deildina og helmungurinn af þeim sem mættu fóru fyrr úr tímanum til að sofa og mörgum leið eins og þeir væru þunnir, ég meðtalin. Samt á góðan hátt :o)

Er að reyna að endurskipuleggja líf mitt í augnablikinu. Held ég þurfi að sleppa einhverju þetta vorið, held ég að ég þurfi annars að gera erfðaskrá! Held ég sé komin með einn hlut sem ég sleppi og einn sem ég fresta. Þarf að tala við alla aðila sem eru málinu viðkomandi áður en ákvörðun verði tekin, en býst við að mæta miklum skilningi.

Í dag er ég líka búin að vera dugleg þrátt fyrir þunnindin. Er búin að læra einn kórpart í Cosi fan tutte og er að leggja í einn mónólóg núna fljótlega. Hef samt leyft mér smá dýfingar í Facebook og ætla seinna í kveld að velta mér upp úr kvennatímaritum og horfa svo á Harry Potter nr. 5 og er ég þá búin að ná öllum Harry Potter myndunum í röð á stuttum tíma. Einstaklega ánægjulegt :o)

Herbergið hefur hinsvegar fengið að vera í friði...og fær að vera það fram á sunnudag held ég...nema ef Mary Poppins kemur í heimsókn...aldrei að vita!

Á morgun er svo lokasýning á Fígaró. Mæli alveg með að fólk komi og kíki á þetta. Ég verð reyndar ekki með sóló á morgun þannig þið verðið bara að gera ykkur hina að góðu ;o) Nei endilega kíkið!

Hef ekkert gáfulegra að segja

Amen

mánudagur, 11. febrúar 2008

Brúðkaup

Þá er loksins komið að því!

Brúðkaup Fígarós fer fram í kveld kl. 20:00 í Langoltskirkju!

Allir að drífa sig!