fimmtudagur, 14. febrúar 2008

Hæ og bæ

Þá er það búið. Fígaró giftur og skilinn. Takk og bless.

Partýuðumst pínu eftir á í skólanum og var það voða næs. Helsta umræðuefnið var samt afhverju það væru svona margir á lausu í skólanum og afhverju fólk væri ekki að draga sig meira saman innan skólans. Það komu engin svör fram svo ég viti. Þetta er samt soldið merkilegt.

Er soldið þreytt í dag og voða fegin að þetta sé búið en samt með smá söknuði í hjarta...En samt eiginlega meiri tilhlökkun fyrir næsta hausti og næstu uppsetningu.

En næst á dagskrá er það óperustúdíóið. Tækla kórana í því um helgina og mónólóg nr. 3 :o)

Ætla ekki í 7. stigið í vor. Tók þá ákvörðun alveg ein og sjálf. Langar bara að vera betur undir það búin þegar ég fer í það. Svo er margt að gerast í röddinni og öllu systeminu og ég vil að það sé búið að settlast alveg inn þegar ég fer í prófið.


En Sólveig sæta mín er komin í heimsókn.

Seeyall

2 ummæli:

Dísadís sagði...

Haha, ég missti alveg af þessum samræðum. Enda var ég komin á trúnó... Kemur á óvart?;)

Nafnlaus sagði...

Já, þessar samræður fóru líka fram hjá mér. Kannski var ég bara full. En mikið ofboðslega var þetta skemmtilegt partí! sérstaklega eftirpartíið hjá Hreiðari sem varði til 7 um morguninn!

elfa