Í gær:
Fór ég í bíó með Fanney systur klukkan 13:00...Mikið af börnum, sérstaklega strákum, í salnum...sem gerði þetta að sérstakri lífsreynslu! En hvað gerir maður ekki fyrir ódýrari bíómiða? Myndin var Spiderman 3 sem er ekkert meira né minna en það sem maður býst við.
Skutlaði Fanney á flugvöllinn og náði þar að knúsa Heiðu og Þóa :o)
Fór svo á tónleika hjá Erlu Dóru og kippti Ágústu með mér...Frábærir tónleikar...er enn með gæsahúð! Ofboðslega falleg rödd og góður söngur og svo falleg sviðsvera!
Svo fórum við Ágúst í leikhús á seinustu sýningu af Afgöngum í Austurbæ. Það var fínt. Stefán Hallur er mjög góður leikari og ég verð eiginlega bara hrifnari af honum með hverri sýningunni!
Í dag:
Vöknuðum við Una klukkan 9:00 og skelltum okkur í sund þar sem ég vígði nýja bikiníið...Það var ljúft og láum við þar dormandi til 12:00
Þá fórum við í bakarí og átum herlegheitin í Grasagarðinum.
Svo flutti Una út og ég flutti mig yfir í hitt herbergið :o) Er að fíla mig betur þar!
Fór á fund hjá Óperukórsstjórninni og þar var ýmislegt skemmtilegt rætt!
Svo var kóræfing.
Og ég endaði daginn með því að ná í Helga og var farið og fengið sér ís og rúntað um.
Og núna er komið að DVD!
mánudagur, 7. maí 2007
Ekki abbast upp á konu í skítugum skóm!
Birt af jennzla kl. 23:35
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
heyrðu vá helduru að það sé gaman hjá þér?? sko ég er búin að vera í skólanum í tvo daga..haha..já ég er sko búin að vera í uppeldisfræði, sálfræði, náttúrufræði og landafræði. meira að segja tvöföldum náttúrufræðitíma áðan og núna í æsispennandi landafræðitíma....vert þú bara í sundi og ís og bakaríi og dvd og eitthvað svoleiðis leiðinlegt...hmm váá já´eg hlakka bara til að koma þarna til þín og eitthvað..en fyrst er það kýpur...er að fá hjartaáfall yfir bókahaldinu hérna...
Skrifa ummæli