Þá er maður búin með öll próf þetta vorið. Kláraði tónlistarsöguna í dag og fór létt með það eiginlega...en best að vera ekki með nein stór orð fyrr en maður fær einkunnina í hönd ;o)
Við Una eyddum bara deginum liggjandi í grasinu í Hljómskálagarðinum að læra. Það var mjör næs og merkilega mikið af fólki. Ég man ekki eftir því að garðurinn hafi verið svona vel sóttur þegar ég var krakki, en þá hékk ég mikið þarna. Átti tvö bú þarna í garðinum sem voru vel varin með heimatilbúnum þjófavörnum í anda Home Alone ;o)
Var á kóræfingu áðan og allt í einu einn tveir og þrír áttum við Rúna Vala að taka "einsöngspartinn" í Maístjörnunni...! Það gekk þokkalega en mikið af helginni er þó enn þá á röddinni :o/ Svo er það bara að syngja fyrir heldri borgara á morgun og eitthvað út mánuðinn.
Skemmtileg seinasta helgi. Lokapartý Bingó var ljúft eins og hópnum er einum lagið. Láum bara í pottinum og létum fara vel um okkur og allt glimmer skolaðist í burtu (nema potturinn sé bara orðinn glimmerhúðaður núna!)
Daginn eftir fór ég með Unu og Kalla að sjá lokaatriðið hjá Risessunni og félögum. Ég hefði ekki viljað missa af því að sjá þessa risa. Við létum okkur samt nægja að horfa á herlegheitin af Arnarhóli enda var fínasta útsýni þaðan. Eftir á var svo mikil þörf á kakóbolla til að koma hita í kroppinn.
Kaus svo á leiðinni heim...Í fyrsta sinn sem ég hef kosið...gaman að því.
Um kveldið var júróvisjónpartý hjá Röggu en söngfuglar voru ekki alveg að standa sig í mætingunni! En það var mjög skemmtilegt og í stigagjöfinni voru allir með tvö lönd í drykkjuleik. Við erum samt ekki jafn dugleg og sumir og ákváðum að það væri nóg að drekka 5 sopa fyrir hæstu 3 stigin en 1 sopa fyrir önnur stig, vorum ekki alveg til í sopi á stig dæmið! Ég fékk Armeníu og Frakkland og bjóst nú ekki við að eiga eftir að finna nokkurn skapaðan hlut á mér eeeeeeeeen haldiði að Armenía hafi ekki bara verið í 5. eða 6. sæti eða eitthvað! Þetta var samt merkilega leiðinleg keppni fannst mér! Fann ekkert alminnilegt að halda með...enda verður maður eiginlega að vera búin að hlusta á lögin fyrirfram því hljóðblöndunin er bara eitthvað skrítin og maður heyrir ekkert í söngvurunum!
Svo var haldið niður í bæ eftir á og byrjað á því að dansa af sér rassinn á Kúltúra og svo dansað frá sér allt vit á Kofanum. Mjög gott kveld :o)
Hahaha nema fyrir utan það að á leiðinni heim þá fattaði ég að ég væri ekki með lykla að íbúðinni minni, bjóst við því að þeir hefðu dottið úr vasanum annaðhvort á Kúltúra eða Kofanum. Svo var ég að ganga til nýja skó og þess vegna alveg dáin í löppunum! En Helgi bjargaði mér rétt rúmlega 7 minnir mig nema ég skildi skóna mína eftir fyrir utan hjá mér því ég hélt ég væri bara að fara til Unu að ná í lyklana mína en endaði að fara einhvern rúnt með Helga því hann var að skila einhverjum gaurum til síns heima og þá var klukkan orðin svo margt að ég krassaði bera á gestasófanum hjá honum. Og þegar maður sofnar seint þá vaknar maður seint og var komin kaffitími þegar maður fór á fætur og var ég viss um að skórnir væru pott þétt horfnir af tröppunum mínum. En viti menn! Þarna stóðu þeir enn elskurnar...enda kannski ekki margir sem hafa not af skóm númer 36...! Alltaf gaman að lenda í smá ævintýrum í sumarbyrjun :o) Já, svo hafði ég bara gleymt lyklunum heima...
Atvinnuviðtal á morgun klukkan 10...ég býst alveg við að fá þá vinnu enda vinnutíminn bestur í heimi svona yfir sumartímann...frá 7-13 alla virka daga :o) Líst vel á það því þá er allur dagurinn eftir! Svo er svo gott að vakna snemma á morgnana á sumrin.
En ég ætla að halla mér núna...eða að minnsta kosti að fara að horfa á DVD.
Sweet dreams!
þriðjudagur, 15. maí 2007
Sumarið er komið!
Birt af jennzla kl. 00:27
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli