Já nú eru bara nokkrir klukkutímar þar til glitter and gay lokapartý bingósins hefst!
Ég held ég sé búin að grafa það upp sem ég á af glitrandi dóti og svo er það auðvitað jólaglimmerbodylotionið góða ;o)
Ég og Heiðrún skelltum okkur í sund í dag og tókum námsbækurnar með...og já við lærðum! merkilega þægilegt að læra í sundi...eða hjá sundi réttara sagt ;o) Stefnum á aðra sundferð á morgun og verðum þá nestaðar ;o)
Fínt lokaprófagrillpartý í gær í Söngskólanum. Það seinasta sem ég geri sem formaður þar :o) Það gekk mjög vel fyrir sig og eurovision varpað á tjald og alles! Og enginn bömmer í gangi yfir því að við komumst ekki áfram því ég bjóst aldrei við því...finnst þetta lag bara ekki gott...frekar en mörg önnur lög í keppninni.
Svo er ég bara farin að hlakka rosalega til þess að fara í skólann og svo eru margar pælingar komnar í gang með sumarið en ég á samt enn eftir að finna mér alminnilega morgunvinnu í sumar...vil helst ekki vinna lengur en til 14 á daginn og er alveg til í að byrja 6 á morgnana svo lengi sem ég fæ frí um helgar!
Þoli ekki byrjun hvers ársþriðjungs...maður er svo uppfullur af allskonar hugmyndum og látum og svo bara er þetta oftast sama gamla tuggan!
En ég hef á tilfinningunni að þetta eigi eftir að vera gebbað sumar!
Enda verður Fanney systir hjá mér :o)
föstudagur, 11. maí 2007
Glitter and gay partý!
Birt af jennzla kl. 20:18
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli