Reyndar er þetta ekki tölvan mín...ég er samt eiginlega bara búin að eigna mér hana, meira að segja búin að nefna hana. Hún heitir Muriel the Maid.
Ég elska tölvuna mína því í henni get ég talað við annað fólk, bæði strax og líka skrifað eitthvað sem það les seinna, bæði sérstaklega til einhvers eins, til valins hóps eða eitthvað sem allir í heiminum geta séð (en aðeins um 300.000 manns skilið).
Einnig get ég hlustað á allskonar tónlist þó svo ég eigi hana ekki...en þá má ég líka ekki vera of pikkí. En ef ég vil heyra eitthvað sérstakt lag getur hún líka séð til þess að ég fái að heyra það.
Svo get ég horft á þætti og bíómyndir! Það er eiginlega best! Get horft á það sem ég á og líka fullt af dóti sem ég á ekki! Þetta er eiginlega besti fítusinn og sá sem yljar mér mest um hjartarætur.
Næst besta atriðið eru öll fötin sem ég get skoðað!!!! My oh my! Ég elska föt! Elska að skoða snið, efni og liti! Er voða lítið farin að fara út fyrir MySpace í þessum efnum en fikra mig hægt og smátt út í hinn stóra heim netverslunar. Best finnst mér að ná í hluti sem kosta ekki mikið en eru gebbað flottir!
Margir nota tölvuna sína til að njósna um fólk...ég hef lítið notað það en það getur verið ágætis dægrastytting...en þá veit ég líka að ég er farin að eiga alltof mikin frítíma og tek þá við einhverju félagi til að stjórna ;o)
En það er alltaf gaman að gera fylgst með vinum og félögum án þess að þurfa að hafa of mikið fyrir því eða þurfa að pæla í hvaða tími sólarhringsins sé.
Og núna er ég löggst upp í rúm með elskuna mína og ætla að horfa á einn þátt eða svo :o)
Verið betri hvort við annað...og vakið lengur!
laugardagur, 18. ágúst 2007
Ég elska tölvuna mína!
Birt af jennzla kl. 04:46
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli