fimmtudagur, 9. ágúst 2007

Nei sko!

Blogg fyrir Fiskidaginn!!! Ekki bjóst ég nú við þessu!

En rigningin blés mér andagift í brjóst...og það að ég nenni ekki strax í sturtu því ég get ekki hætt að hugsa um hvað ég á eftir að gera margt í nótt áður en ég fari að sofa, sem er slæmt því ég fer að vinna í fyrramálið og þarf svo að keyra norður strax eftir vinnu og býst við að vera vakandi eitthvað frameftir á morgun :o/

Þannig til að verða örugglega örmagna næstu nótt þá hef ég ákveðið að blogga!

Langar mest til að leggjast út og láta rigna á mig. Elska svona hellidembu!

Þegar ég var lítil bjó ég í Álfalandinu eitt sumar með pabba og Fanneyju. Þar vorum við hópur ef 10-15 stelpum sem vorum alltaf að leika okkur saman. Í þau fáu skipti sem það kom svona hellidemba hættum við öllu strax, hvort sem við vorum í Fallinni spýtu, hestaleik, horfa á þyrluna taka á loft eða lenda eða bara að rölta, og hentum okkur á næstu stétt og stóðum ekki upp fyrr enn allt var orðið vott í kringum okkur og þá sáum við för, mis-súrrealísk, nákvæmlega mótað eftir legu líkama okkar.

Þetta var voða mikið sport og fyllti mann orkumikilli gleði. Og alltaf þegar ég lendi í svona hellidembu nú til dags langar mig bara að henda mér í jörðina og finna regndropana lenda á andlitinu og gegnbleyta fötin hægt og rólega.

-----------------------------------------------

Ég er í furðulegustu vinnu sem ég hef unnið. Þetta er líklega bara ein furðulegasta vinna sem til er.

Ef ég ætti að lýsa vinnunni minni í einni setningu myndi ég segja að ég ynni við að þurrka upp svita eftir annað fólk, því hún snýst aðallega um það. Og það er skrítið að vinna við ÞAÐ.

Um daginn var viðsiptavinur sem brann svakalega á rassi og efra baki. Honum fannst ekki nóg að sýna mér bara bakið heldur þurfti hann líka að sýna mér rassinn á sér! Og til að toppa allt þurfti ég að vera nokkrar umferðir af After Sun á hann (samt bara á bakið, sem betur fer!).

Fólk gengur líka um á handklæðinu einum fata eins og ekkert sé, bæði karlar og konur í bland. Skemmtileg stemming sem myndast við það!

Svo er ég orðin býsna fróð um hin og þessi krem, eitthvað sem ég hefði annars aldrei sett mig inn í. Við systurnar stóðum okkur svo að því um daginn að vera að ræða þessi krem af ákafa um daginn, en munum aldrei viðurkenna að við vitum eitthvað um þetta.

Svo þarf ég að fara í ljós. Ef ég er ekki brún og sæt þá tekur viðskiptavinurinn ekki mark á því sem ég er að reyna að selja honum, satt og sannað! Það hlýtur að vera innifalin áhættuþóknun í laununum.

-----------------------------------------

Ég er í nýrri tölvu núna. Ný tölva er kannski ekki rétt þar sem þetta er tölva sem mamma er búin að eiga lengi. Samúel Gaylord er við það að gefa upp öndina, er farinn að deyja 3x á dag. Hann deyr líka ef ég fer inn á síður þar sem er mikið af svona Flash-dóteríi...ég get ekki verið inni á www.MySpace.com , því þar eru einhverjar leiðinda auglýsingar, get ekki farið inn á www.director.is því hún er bara of kúl fyrir Samma gamla, get ekki horft á neitt á www.tv-links.co.uk , því að spila video er bara of erfitt, og fullt af fleiri síðum sem ég man ekki eftir akkúrat núna. Stundum deyr hann líka bara alveg að sjálfu sér!

-----------------------------------------

Jæja, þetta er orðið ágætlega langt blogg um ekkert og slefan, sumsé sturtukvikindi heimilisins, bíður ekki að eilífu...eða hvað?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þessi helvítis sturta er vandamál...ég var hérna heima um daginn og fór í nýju fínu sturtuna og baðaði mig í bak og fyrir með hönskum og öllu og í alvöru þá hef ég ekki séð svona mikinn skít koma af mér áður...ég hefði geta bæði fætt og klætt heila afríkuþjóð með skininu sem hrundi af mér...og mér var stórlega misboðið...if only I had more money....
annars kannast ég ekkert við þetta kremsamtal...þú kannski veist eitthvað um þetta en ekki ég...nei bara alls ekki neitt..no way