Þá er ég komin í sokka og það þýðir að það sé komið haust.
Held að þetta sé besti tíminn á árinu. Verst bara hvað dagarnir eru lengi að líða þar sem maður situr bara í bíður eftir að skólinn verði settur, leiksýningar og óperur frumsýndar, tónleikar haldnir og rútínan komist í gang.
Er fyrir norðan í þessum töluðu orðum. Það var haldið eitt stykki ættarmót um helgina. Hamramenn hittust og glöddust saman, og þessi ætt kann sko að gleðjast!
Það brakar og brestur reyndar í skrokknum við minnstu hreyfingu, og er þannig hjá öllum en vilja flestir meina að Freydís Anna eigi þar mestan hluta í máli þar sem hún stjórnaði leikjum á Hamratúninu af stakri snilld. Held þó að fólk geti að einhverju leiti kennt sér sjálfum um þar sem mikið keppnisskap einkennir þessa ætt. Veit ekki alveg hversu góð hugmynd það er þá að láta alla keppa í leikjum á móti hvert öðru.
En eins og þessi ætt getur verið skapheit þá voru allir í sínu blíðasta formi um helgina og það var mikið gaman.
Þetta verður svo endurtekið eftir þrjú ár.
Á morgun hoppa ég svo heim, kem of seint á masterklassa og fer í einkatíma hjá Elizabeth Meyer-Topsöe. Er svo engan vegin í söngformi þessa dagana en maður lærir víst líka á því þar sem að söngnám snýst aðallega um að geta líka performerað vel þessa 358 daga á ári sem maður er ekki í toppformi.
Og þannig var það nú.
sunnudagur, 26. ágúst 2007
Haust
Birt af jennzla kl. 17:47
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ætlar þú ekkert að fara drullast til að blogga? og saknaru mín eða?? hvernig er að vera ein? mamma er alla vega að krebera...jæja ég elska þig...blessó
Hæ sæta mín..
Sólveig ætlar kannski að halda
partý handa mér þegar við stelpurnar
komum suður, kemur þú þá ekki:)
kv Guðfinna
Skrifa ummæli