Maður ætti kannski að blogga?
Ég var varla að muna leyniorðið mitt hingað inn, því það er svo langt síðan ég bloggaði!
Held það sé best að fara skipulega yfir það sem á daga mína hefur drifið frá því síðast:
Köben:
Var góð eins og búast mátti við. Mér er þó meinilla við almenningssamgöngur þar, mest vegna þess að upplýsingarnar sem maður fékk voru oftast ekki réttar! Já, og í rauninni fékk maður aldrei réttar upplýsingar ef maður spurði að einhverju! Stórfurðulegt!
Fyrsta deginum var eytt á Strikinu og þá helst í H&M eins og góðum Íslendingi sæmir. Vorum þar inni í 3 tíma held ég og þá átti sá stómerkilegi atburður sér stað að Fanney keypti sér meira af fötum en ég og var enn í essinu sínu eftir 3 tíma en ég var orðin þreytt og leið á þessu! Ákváðum að kíkka í bíó um kveldið en það er bara hrottalegt maus að fara í bíó þarna ef maður er ekki með danskt kort og svo kunnar þeir heldur ekki að telja!
Annan daginn var auðvitað farið á skyldustað nr. 2 sem er Tívolíið. Vorum komnar áður en það opnaði en þurftum bara að bíða í 10 mín. eða svo. Þustum þá inn og hringsóluðum í þeim fáu tækjum sem opnuðu þá...restin opnaði tveim eða þrem tímum seinna! Fengum okkur líka Smörrebröd á meðan við biðum. Þetta tívólí er stórfurðulegt þar sem adrenalíninu leyfist aldrei að fara af stað...ætli þetta eigi ekki að kallast fjölskylduvænt. En þetta var skemmtilegt engu að síður. Já og Danir gera magnaðan súkkulaðiís!! Fórum svo heim og sofnuðum, vöknuðum og fundum okkur mat, átum og sofnuðum svo aftur.
Og þrátt fyrir mikin svefn náðum við að sofa yfir okkur í morgunmat! Ákvaðum að eyða þriðja deginum í safnarölt. Fórum á Ripley's believe it or not, H.C. Andersen og Guinnes world records. Allt saman mjög skemmtilegt og fræðandi þó svo að maður væri eiginlega búin að fylla upp í fræðslumeðtökukvótann á fyrsta safninu, sem var Ripley's. Hefði viljað eiga meira inni fyrir H.C. Andersen en náði þó að graspa eitthvað þar. En í Guinnes fór flest allt fyrir ofan garð og neðan nema þegar kom að vaxmyndastyttunum af konungsfjölskyldunni því þar vantaði hendur og hausa á nokkra fjölskyldumeðlimi, og láu limirnir í kringum það bæði í plasti og berir. Ég hefði bara verið soldið móðguð ef ég hefði verið dani. Á leiðinni heim lentum við síðan inni í skartgripabúð þar sem Fanney fór aftur á meira flipp en ég.
Um kveldið var svo komið af óperunni sem er hryllingsferð sem ég vil helst ekki rifja upp. Óperan sjálf var fín þó svo að uppsetningin meikaði lítið sens og orsakaði nokkur "Bú" frá nokkrum gestum, en það var í fyrsta sinn sem ég hef heyrt búað á sýningu og var það skringileg upplifun...vona að maður eigi helst ekki eftir að lenda í því að það sé búað á mann.
Daginn eftir var svo flogið heim.
Nemendaóperan:
Fékk ekki að syngja fyrir og var sett beint í kórinn. Ekki mikið meira um það að segja. Mér líst stórvel á þessa óperu hjá honum Helga og hlakka til að heyra meira :o)
Flutningar:
Tók þá ákvörðun eftir 6 mánaða ígrundun að flytja til múttu. Sá bara ekki fram á að geta stundað námið af því kappi sem Signý býst við og vinna 3-4 kvöld í viku. Það gangur bara ekki upp andlega séð að vera í skólanum 9 tíma á dag og vinna svo í 6 tíma.. og vera á kóræfingum 2x í viku (en ég tel það vera part af náminu mínu ar sem það nýtist mér vel). Ég var að missa vitið eftir 2 vikur því ég er bara mikil félagsvera og er líka farin að þurfa að eiga frítíma til að slaka á.
Þannig að núna er ég í miðjum flutningum og herbergið mitt að vera voða sætt og lekkert. Hlakka líka til að vera á hollu heimilisfæði :o)
Ballett:
Við erum 15 stelpur í Söngskólanum sem tókum okkur til og ákváðum að byrja að æfa ballett saman. Við fengum inn hjá ballettskóla Eddu Scheving og erum sérhópur þar inni. Æfum 1x í viku og höfum endalaust gaman :oD Hlógum mikið mikið í gær! Og vá hvað þetta tekur á!!! Minn rass og mín læri! Manni langar helst bara til að vera 2x í viku!
Annað sem hefur skeð:
Hrauntónleikar á Næsta bar sem voru mjög skemmtilegir. Það er bara alltaf gaman á Hraungiggum!
Ég stend í lífgunartilraunum á verslunarsíðunni minni - myspace.com/zeta_clothes
Ég kláraði 100 ára einsemd and loved it! Fallega fallega fallega skáldsaga með samt svona mörgu ljótu í. Venjulegheit sem eru samt ævintýraleg. Hvet ykkur til að lesa hana.
Sótti um nýja vinnu - segi meira frá því seinna.
Held það sé ekki fleira en minnið er nú bara eins og það er!
föstudagur, 21. september 2007
Heyrðu já!
Birt af jennzla kl. 18:53
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Já, rass, læri og mjaðmir skal ég þér segja!
Úje!
mig langar líka í ballet...... :)
Skrifa ummæli