Þessi vika er búin að vera svo lengi að líða! Enda hef ég ekki verið að drukkna í verkefnum og svo er ég líka bara að bíða eftir að skólinn byrji og þá er tíminn leeeeeengi að líða.
Jei, e-takkinn á tölvunni er að bila!
Er búin að vera að fylgjast með masterklössum hjá Elisabeth Meyer-Topsöe alla vikuna og hún er mjög klár. Kíkti líka í einn tíma til hennar og hún er algert yndi. Kenndi mér nýja aðferð við að læra lög sem ég er að tékka á núna. Það tekur reyndar svona 300x lengri tíma að læra lögin en það á að skila sér í túlkun, framburði og orðamyndun.
Er svo byrjuð í Rope Yoga á fullu. Finnst ég ekkert smá dugleg að geta vaknað sjálf og mætt í tímana sem eru klukkan 7:50 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Þetta er svo fyrir allar aldir! Vinnur líklegast með mér að það er enn bjart úti á þessum tíma.
Í gærkveldi var smá söngfuglapartý hjá mér. Það var semi-rólegt og fínt. Sumir drukkur og hratt, aðrir og hægt. Spiluðum, horfðum á YouTube, fengum okkur hamborgara og töluðum. Kíktu aðeins niður í bæ en flestir stoppuðu mjög stutt þar. Sjálf var ég komin heim rúmlega þrjú, var engan vegin að nenna þessu. En það eru myndir í myndalinkunum hér til hliðar.
Svo er það bara vinnan eftir klukkutíma og lærdómurinn tekinn þar og svo eru tvö partý á plani í kveld.
En held ég fari núna að henda flöskum og vaska upp.
laugardagur, 1. september 2007
Gleðilegan september!
Birt af jennzla kl. 14:46
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli