þriðjudagur, 25. september 2007

Strax kominn þriðjudagur?

Stundum skil ég ekki alveg hvernig heimurinn virkar. Oftast gefur hann minna af sér en hann tekur. Allavega upp á síðkastið (sem er alveg rosalega vítt hugtak). Ætli þetta eigi ekki allt eftir að koma heim og saman þegar maður er orðinn gamall. Lítur yfir farin veg og sér þá hvernig allt sem manni fannst ömurlegt var í raun ekkert svo ömurlegt því ef það hefði ekki gerst hefði ekki eitthvað annað ömurlegt gerst og svo annað ömurlegt og eitt enn og svo eitt gott sem var svo frábært og magnað að tilgangurinn varð ljós. Svo er það nú líka svo að góðir hlutir hafa meiri áhrif á mann en vondir. Kannski þess vegna sem að vondir hlutir koma oftar fyrir en góðir?

Mér líður samt vel í dag :o) Er búin að vera að vinna vel í skólanum og það skilaði sér í Deildinni áðan :o) Var að syngja þar og það gekk nú líka svona glimrandi vel. En alltaf hægt að bæta og slípa, ó já mikil ósköp! Maður hættir því aldrei, vinnur með sum lög alla ævi.

Helgin var rússíbani. Á föstudagskveldinu hitti ég Eddu, Sólveigu, Ásdísi, Möggu, Ottó og fullt af öðru liði sem var á Laugum. Það var mjög gaman enda hef ég ekki hitt þau endalaust lengi! Halla, Helgi og Gulli kíktu á okkur og voru með þvílíkan entrance sem verður aldrei aftur endurtekinn! Svo kíkti stóðið niður í bæ og hópurinn splittaðist upp.

Á laugardeginum var kíkt í partý til Eyþórs vinar Helga. Ég hef nú ekki mikið um það að segja þar sem ég var eiginlega andlega fjarverandi og fór snemma heim.

Á sunnudagskveldið hitti ég pabba. Hann bauð okkur Fanney út að borða á Tapas og svo kíktum við á Heiðu og strákana á Frakkastíginn. Ég vona að ég komist norður fljótlega, þarf sannarlega á því að halda.

Og núna er önnur skólavika hafin og allt á fullu.

Ætla að reyna að finna tvö lög eftir Jórunni Viðar svo ég hafi hugmynd um hvernig þau hljóma!

Seeya!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég fann heila stafsetningarvillu í textanum ... hmm.. nei bara svona í sambandi við það sem við töluðum í gær...ég held líka að ég geri það sem ég talaði um að gera hahahaha....ógisslega leiðinleg núna er allir bara ha hvað ha?? en ég elska þig ástin mín...og bráðum þurfum við komast í bíó því það er ein mynd sem þú þarft sko sannarlega á að halda að sjá og hún heitir eftir hlut sem hjálpar okkur við að reyna útrýma sjálfum okkur jei....ef það kæmi heimsendir á eftir væri mér alveg sama