mánudagur, 30. júlí 2007

Frumsýningarhrollur!

Jæja, þá eru bara þrír dagar í frumsýningu hjá Sýnum, ef maður telur frumsýningardaginn sjálfan með. Sýningin heitir Vakandi manns draumur og er unnin upp úr tveimur þjóðsögum um álfa.

Það er komin frumsýningarhrollur í mann...og þetta er algerlega ný gerð af frumsýningarhrolli! Hef aldrei tekið þátt í uppsetningu þar sem ég er ekki eitthvað inni á sviðinu. Skemmtileg ný reynsla.

Mér hefur líka aldrei fundist ég eiga svona mikið í sýningu. Ég hafði enga hugmynd (eða ókei kannski obbuponku) um hvað ég var að fara að gera þegar ég tók að mér að vera formaður Sýna og sjá til þess að eitthvað yrði gert. Ég hafði mikla reynslu af stjórnarsetum og formennsku, en aldrei í leikfélagi! En svo settist ég bara niður, skipulagði mig og svo var ég líka svo heppin að vera umkringd fólki sem var endalaust boðið og búið að hjálpa manni. Og sem betur fer voru fleiri sem vildu að leikfélagið lifði áfram.

Núna er svo allt að skríða saman, eða kannski frekar stökkva saman. Það virðist vera að okkur hafi tekist, með góðri samvinnu, að koma upp lítilli, fallegri sýningu sem ég vona að þið komist að sjá.

Frumsýningin er núna á miðvikudaginn, 1. ágúst, í Öskjuhlíðinni í hermannaaðstöðunni rétt við Keiluhöllina.

Aðrar sýningar eru:

4. ágúst á Hamarkotstúni á Akureyri
6. ágúst í Öskjuhlíðinni
7. ágúst í Öskjuhlíðinni
11. ágúst á Fiskideginum Mikla á Dalvík

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir síðast! Þetta verður glæsilegt hjá ykkur, hlakka til að sjá.
Kv. Gilitrutt

Unknown sagði...

Þarna ertu þá! Ég slysaðist til að kíkja á kommentin á gamla moggablogginu þínu - ætlaði einmitt að fara að hvetja þig til að koma þér þaðan af því að það hefði greinilega slæm áhrif! Híhí! Best að breyta linknum snöggvast...