Jæja, það er greinilegt að það er búið að vera nóg að gera hjá mér seinustu daga!
Vann í 7 daga straight, sem er ansi mikið fyrir bakið ef maður er að bogra við að þurrka upp svita eftir fólk! Mikið líka búið að þurfa að sinna Sýnum, fórum t.d. í æfingaferð til Selfoss seinustu helgi og þar leið mér eins og heimavinnandi húsmóður á risastóru heimili! Tók til mat fyrir þau, vaskaði upp eftir þau og saumaði föt á þau ;o) Það var samt rosalega gaman og vann fólk mjög vel þessa helgi.
Svo er bara að hnýta nokkra lausa enda fyrir frumsýninguna sem verður 1. ágúst næstkomandi í Öskjuhlíðinni.
Alltaf gott að vera í leikfélagi því þá er eins og maður eigi aldrei lausa stund :o)
Við verðum svo á Akureyri um Verslunarmannahelgina, bæði með leikritið okkar og barnaatriði á lokadæminu.
Og verðum auðvitað líka á Fiskideginum Mikla með leikritið og götuleikhúsið.
Ég er að fara norður þrjár helgar í ágúst. Er að velta því fyrir mér að splæsa í flug eina af þessum helgum því ég nenni eiginlega ekki alveg að vera að keyra 3x fram og til baka...er alveg að fá nóg af þessari leið...kannski líka út af því að í svona 50% tilvika er ég að keyra hana ein!
Er að passa kettina hans Sigga á meðan hann er úti í Kóreu...þau eru voða sæt og frekar forvitin ;o) Eru búin að eigna sér stóra púðann ofan á kassanum sem geymir Myspace-fötin og stundum er Snæfríður svo frek að hún leyfir ekki Bjarti að vera þar líka...samt er þetta humongus púði!
En jæja, verð að fara að hefjast handa ef ég á að klára eitthvað af þessu sem þarf að klárast, helst í gær.
Súl súl!
miðvikudagur, 25. júlí 2007
Sýnir og sólbaðstofan
Birt af jennzla kl. 11:58
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli