sunnudagur, 8. júlí 2007

Þankagangur í boði hússins

Voðalega fer sumarið í taugarnar á mér! Fæ miklu frekar þunglyndis-tendensa á sumrin en veturnar! Get alveg orðið vitlaus.

Sérstaklega er sumarið erfitt hérna í borginni. Það einhvern vegin er bara. Ekkert meira.

Ég varð alveg rugluð í hausnum seinasta sumar og það var frekar erfiður tími og núna í sumar virðist það bara að vera að endurtaka sig. Nema munurinn er að núna er ég að taka eftir því.

En voðalega er þetta leiðinlegur tími.

Finnst að við ættum frekar að taka svona frí í desember-febrúar. Það er alveg gráupplagt að leggjast í dvala á þeim tíma árs og nýta svo sumarið í nám og starf. Kannski á þessi skoðun mín eftir að breytast eftir að ég er komin út á vinnumarkaðinn en núna er þetta skoðun mín.

Mér finnst allavega lágmark að bjóða manni upp á það að vera í skólanum á sumrin...já og án þess að maður færi á hausinn við það!

Sem minnir mig á annað sem er óréttlátt og það er að tónlistarnemar fá ekki námslán fyrr en á 8. stigi!!!! Það er rugl og bull og vitleysa! Þetta er orðin mikil vinna á 6. stigi...alveg jafn mikil og ef maður væri í háskóla...allavega í Söngskólanum í Rvk, FÍH og Tónó því þessir skólar (og kannski fleiri) bjóða upp á tónlistarnám á háskólaleveli án þess að það sé að fullu samþykkt!

Þetta er bara vitleysa og hananú!

Íslendingar eru voða stoltir af tónlistarfólkinu sínu...en ekki fyrr en það er farið að gera eitthvað merkilegt og er búið að streða og streða án mikillar hjálpar!

Og þá að öðru.

Voðalega er þetta "bara" leiðinlegt. Eins og í: Ertu bara að vinna? eða: Ertu bara í söngnum?

Mér finnst þetta voðalega leiðinlegt innskotsorð í svona setningar. Þær eiga það til að draga út sjálfstrausti fólks og margt fleira...samt tekur fólk ekkert eftir að það segi þetta...þetta er einhvern vegin fast í málnotkuninni. Ég ætla allavega að reyna eftir fremsta megni að sleppa þessu "bara" orði í svona setningum. Endilega gerið grín að mér ef ég gleymi því ;o)

Mér leiðist og þá bara spjalla ég við sjálfa mig hérna á blogginu :o)

Sem betur fer er myndavélin mín ónýt eða biluð eða eitthvað. Það var nefnilega þannig eftir að ég flutti til RVK (og sossum líka stundum fyrir norðan) að ef mér leiddist þá tók ég bara upp myndavélina og fór að taka myndir af mér...svona að æfa myndasvipinn ;o) Einn daginn ákvað ég svo að taka til í myndasafninu í tölvunni og þá átti ég yfir 900 myndir sem ég hafði tekið af sjálfri mér þegar mér leiddist...er að komast á þá skoðun að ég sé eitthvað aðeins meira en léttbiluð ;o)

Í sumar er ég að læra að eiga frítíma...Það er erfitt...Þess vegna er ég frekar eirðarlaus þessa dagana! Þetta er að gera mig vitlausa! En held ég verði að læra þetta því ég var nú eiginlega að ganga að mér dauðri! Var hættulega nálægt taugaáfalli tvisvar sinnum í vetur og ákvað þá að klára að sem ég var búin að lofa mér í og læra síðan að segja nei!

Mér fannst alltaf frekar erfitt að segja nei...kannski er það af því ég á foreldra sem sögðu afskaplega sjaldan nei við mig...ég veit ekki...en allavega átti ég mjög erfitt með að segja nei. En núna er ég að læra það...er búin að vera að læra það svona seinustu tvö ár og er alltaf að bæta við nýjum og nýjum levelum í það. Stundum getur það samt verið hrottalega erfitt! Ég er nefnilega oftast að segja nei við hlutum sem hljóma skemmtilegir og spennandi en einhvern vegin er það nú svo (og mjög skrítið) að ef maður segir já við öllu sem manni finnst skemmtilegt þá endar það bara í flækju...þannig maður má ekki bara gera það sem er skemmtilegt...er það þetta sem kallast að verða fullorðinn? Að hætta að gera BARA það sem er skemmtilegt...Er það að fullorðnast að gera líka leiðinlegu hlutina? Ætti það þá ekki að þýða að það sé leiðinlegt að fullorðnast?

Held að maður þurfi bara að gera upp við sig hvort manni finnst betra og skemmtilegra; að gera bara það sem maður vill og finnst skemmtilegt eða að gera líka það sem er leiðinlegt og erfitt og hafa lífið aðeins einfaldara.

Og ég veit alveg hvort ég vel...þó svo maður renni stundum aðeins í hina áttina...enn sem komið er ;o)

Og ég er auðvitað að gera þetta soldið svart og hvítt hérna ;o)

Held ég láti staðar numið hér og fari að hitta vinkonu mína hana Meredith Grey sem virðist vera á svipuðum stað í lífinu og ég ;o)

Hafið það gott masstíurnar mínar og verið góð við alla (nema þá sem eru vondir við ykkur)!

0 ummæli: