föstudagur, 23. nóvember 2007

Hvað gerir maður þegar maður er búinn með Netið?

Fór að leiðast á Facebook þar sem það hrúgast inn invitations og notifications og ég nenni bara ekki að fara í gegnum þetta allt enda er ekki helmingurinn af þessu intressant!!

Þannig ég gúglaði sjálfa mig...Það var fróðlegt!

Komst að því að það er ólíklegasta fólk sem les bloggið mitt og að það er allskonar fólk með mig í tenglum!

Reyndar hef ég náð að halda þessari síðu leyndir frekar lengi og eru margir vina minna búnir að halda í næstum ár að ég sé hætt að blogga :oD Það fannst mér fyndið!

Fór í leikhús í kveld, nánar tiltekið á Frelsarann í Þjóðleikhúsinu. Ég skemmti mér mjög vel og naut sýningarinnar þó svo að það hefði mátt þétta hana til muna og stytta sum atriði og sumum atriðum botnaði maður hvorki upp né niður í...En flott sýning engu að síður og ég sá ekkert eftir því að hafa farið á hana. Strákarnir tveir voru drullugóðir en mér fannst stelpan bara svona lala...hún skemmdi sýninguna samt ekkert, en stundum fékk ég smá svona "æhh" niður bakið.

Fór líka á tónleika hjá Hraun í gærkveldi. Þar voru þeir að spila lög sem koma til greina að fara á næstu plötu og fengu tónleikagestir að hjálpa til við valið. Þeir voru góðir að vanda.

Áðan var síðan hringt í mig og mér boðið VIP á Nokia On Ice eða hvað það nú heitir. Ég sagði nú bara já takk þó svo ég hafi ætlað að vera róleg annað kveld. Fínt að fara og hlusta á góðar hljómsveitir spila og svona :o)

Svo kemur Vala heim á sunnudaginn!!!!!! Hæ hó og jibbíjei!

Og amma Erna kemur til landsins á morgun!!!!! Jibbíjei!

Og ég fæ að sofa út á morgun!!! Hósíanna í upphæðum!!!!

Annað fyndið við að gúgla sig...þá rekst maður á gömul blogg og komment eftir sjálfan sig sem maður man ekki eftir að hafa skrifað og kynnist sér sem skrifara í leiðinni...það er pínu skrítið...!

Annars er aksjónin að gúgla sjálfan sig skrítin. Myndi örugglega flokkast undir sömu skringilegheit og að tala við sjálfan sig. Var ekki alltaf sagt að þeir sem töluðu við sjálfa sig væru geðveikir? Á þá það sama ekki við um að gúgla sjálfan sig? En það er nú ekkert geðveiki að tala við sjálfan sig þar sem það gerir það held ég að minnsta kosti annar hver maður....Á það sama við gúgl? Gúglar sig annarhver maður?

Og er þá annar hver maður geðveikur?

Hefuru gúglað sjálfa/n þig?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það eru allir eitthvað öðruvísi en aðrir, ergó við erum öll skrýtin...einu sinni dugði það til að setja geðveikisstimpil á fólk,- veit ekki hvort það hefur breyst? Þú gúgglar sjálfa þig...það er nú bara heilbrigð forvitni,-...held ég? ...;-)Knús ljúfan mín

jennzla sagði...

hehehe já ég myndi nú segja það enda engar miklar pælingar á bakvið þetta blogg ég var bara að hugsa upphátt áður en ég fór að sofa og það er ekkert alltaf það gáfulegasta sem brunar í gegnum hausinn á manni þá ;o)

Nafnlaus sagði...

uu væri það ekki gúggla?? af því að það sem við gerum með tveimur samhljóðum er að lengja sér´hljóðan á undan...nei bara svona fun wonderment..hehe flott orð finnst mér....en ég elska þig músufrík...ég þekki þig samt greinilega bara ekki mjög vel samkvæmt facebook..fékk bara 76% which I believe is a scandal