þriðjudagur, 6. nóvember 2007

Jólin?!?!

Ég var kvefuð, en núna er ég veik.

Það er samt frekar fínt, ágætt að hafa svona rólegt. Er bara búin að vera að horfa á dvd, hlusta á tónlist, lesa, spila á píanóið og reyndar að vinna smá. Mútta farin að stressast upp og þá getur verið erfitt fyrir hana að skilja að ég þurfi að hvíla mig inn á milli og líka að læra. Þó var það hún sem gerði það skiljanlegt fyrir mér að ég þyrfti að vera heima og hvíla mig, en persónulega fannst mér ég ekki hafa tíma til þess.

Er að reyna að læra ný lög, en það getur verið erfitt þegar nefið er svo stíflað að drullusokkur myndi hjálpa lítið. Er hinsvegar að verða þeim mun leiknari á píanóið. Að spila laglínuna í Oh had I Jubal's Lyre á píanóið er fínasta fingraæfing.

Ég er farin að hlakka agalega mikið til jólanna! Held það sé þessu jólablaði að kenna. Ég er núna búin að lesa heil ósköp af upplýsingum um uppruna jólanna, jólasveinanna, Grýlu, jólakattarins, jólakortanna, jólatrjánna og að gefa í skóinn og búin að lesa hvernig "Gleðileg jól og farsælt komandi ár" er skrifað á yfir 350 tungumálum! Er að berjast við að skella ekki jólatónlist í spilarann!

Er þó að reyna að pæla í jólgjöfunum. Ætla að reyna að vera sniðug þessi jólin. Hef alltaf eytt svo fáránlega miklu í gjafir og þá sérstaklega handa systkinum og bestu vinum. Ætla að reyna að tóna það aðeins niður. Við systur brugðum hinsvegar á það ráð í fyrra að sameinast í gjöfum fyrir fjölskyldumeðlimi. Ótrúlega sniðugt múv sem ég held að við munum endurtaka þessi jólin.

Núna er þetta blogg orðið alltof jólað miðað við að það er 6. nóvember og held ég því að ég segi þetta komið nóg og snúi mér að skrifa eitthvað sem má og á að vera um jólin.

Pozdrevlyayu s prazdnikom Rozhdestva i s Novim Godom

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já elsku sæta systir eg er komin með þennan skritna jóla groover lika í mig samt er ég nu ekki að koma nalgæt neinu jóla...ég bara hlakka svo mikið til að mega fara missa mig í þessu....en bara minna þig á að þú átt eftir að gefa mér afmælisgjöf og ég held ég viti hvað eg vill fá nuna...en já tökum kannski svona sniðugt jólagjafadæmi aftur..eg er komin með geggjaða hugmynd fyrir pabba..en ég ætla að halda áfram að lata mér leiðast í vinnunni...

Nafnlaus sagði...

haehae, eg er lika enta veik svo eg skil hvernig ter lidur! Mer leeeeiiiidist :( .. og eg er lika farin ad hugsa til jolanna! Hlakka til ad koma heim i kuldann og halda jolin med fjolskyldu og vinum hehe:) ..en svo er kanski hluti af astaedunni su ad tad er byrjad ad skreyta fyrir jolin herna i usa, allavega i wall mart.. tad er komid jolatre!!!!!!
Vona ad ter fari ad batna annars! Og hlakka til ad sja tig i naesta manudi xxxx

Nafnlaus sagði...

ohhhh ég vildi að ég væri líka komin í smá jólaskap...það er bara ekki vottur af því hjá mér!!! :( Kenni stressi um...get einhvernveginn ekki slappað almennilega af fyrr en tónleikarnir mínir eru búnir! Þá fer ég sko að hlusta á jólalög alveg sama hvað hver segir :-)