Jæjah!
Veit ekki afhverju ég ákvað að blogga...er líklegast að fresta því að fara að hátta...ég er með mikla frestunaráráttu!
Ekki mikið búið að ske...
Er orðin léttari í lund en upp á síðkastið...það er mjög gott! Er að finna nýjar og nýjar aðferðir til að vera jákvæð...það er víst léttara... sögðu kratarnir allavega...!
Framhaldsprófstónleikamaraþon um helgina...Var á tónleikunum hjá Höllu og Ólöfu áðan og þeir tókust mjög vel hjá þeim og mega þær vera mjög stoltar með sig...ég er allavega mjög stolt af þeim :o)
Ætla norður á morgun...Pabbi er búinn að vera að leikstýra af miklum móð fyrir norðan...á Húsavík nánar tiltekið...Ákvað að setja upp Íslandsklukkuna, ekkert minna...Hlakka til að sjá það en frumsýningin er á laugardagskveldið. Nánar um þetta á leiklist.is
Hlakka til að hitta fólkið mitt...ætlaði nú reyndar að fara í dag en þar sem óperudeildin byrjaði svo snögglega aftur þá varð ég víst að fresta brottför um sólarhring. En þar sem ég flýg þá sakar það nú ekki mikið.
Dúbbídúbbídú, dúbbídúbbídú - úr hvaða lagi er þetta? Ein vísbending - það er íslenskt.
Þjóðleikhúsdagskráin tókst vel...betur á sunnudaginn en á þriðjudaginn en mér finnst það einhvern vegin alltaf vera þannig. Held það ætti að taka það upp að þeir sem vilji geti rennt atriðunum sínum fyrir þriðjudagssýninguna.
Held að ég ætli ekki eins mikið til útlanda í sumar eins og planið var...Er að pæla í að fara pínu til útlanda og svo vinna eins og hestur inn á milli...jafnvel fyrir norðan...það væri voða ljúft..enda svosem ekki mikið annað hægt að gera en að vinna þarna og jú slaka á og lesa bækur, horfa á dvd, njóta náttúrunnar, njóta þess að vera með fjölskyldunni, hitta ömmu, hitta vini mína sem búa þar og ég sé alltof sjaldan og heyri alltof sjaldan í...it would be nice...
Er að byrja að setja niður listann minn fyrir 7. stigs prófið og líka fyrir tónleikana mína í mars því eftir áramót mun ég ekki hafa tíma til þess. Ætla þá að vra komin nokkuð vel með þetta og halda þeim við og verða pott þett á þeim. Svo eru það þessar tvær óperuuppsetningar. Kann nú helminginn af því sem Barbarina syngur í Fígaró en þarf að læra kórinn þar og lokasönginn mikla sem hún tekur þátt í. Svo að læra kórinn (heilar 4 bls. er mér sagt) í Cosi. Þá er ég nokkuð sett og get einbeitt mér að læra annað eftir áramótin.
Hlakka svo til þegar nýja árið verður gengið í garð. Það virðist ætla að byrja virkilega VEL. Það er að segja ef planið mun ganga upp, en ég held að þeir sem hafi völd til þess að eyðileggja það muni ekki gera það...vona ég.
En núna ætla ég að hætta að hugsa upphátt.
Guten abend, gute nacht.
fimmtudagur, 15. nóvember 2007
Maður hefur nú lent í öðru eins í vetur!
Birt af jennzla kl. 23:35
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
ég veit ég veit ég veit, lagið heiti Maður hefur nú og er eftir Gunnar Reynir...ohhh ég er svo klár hohoho :D Og takk fyrir mig, voða ánægð með allt saman :-)
Skrifa ummæli