Ja, ég spyr!
Og eftir smá bið fékk ég svarið:
"Því þú vaknaðir ekki fyrr en 14:30!"
Afhverju í andsk... vaknaði ég svona seint?
Af því að ég var lítið búin að sofa tvö kvöld á undan og var í einhverju furðulegu sjálfshaturskasti á meðan ég svaf!! Man eftir að hafa vaknað nokkrum sinnum og verið mjög vonsvikin með sjálfa mig og því vildi ég ekki vakna! En svo vaknaði ég þarna klukkan 14:30 og fór að pæla afhverju ég væri svona sjúklega vonsvikin með sjálfa mig og fann ekkert svar! Þetta er alveg með því furðulegasta sem ég hef lent í!
En dagurinn var góður, eins og helgin öll :o)
Djammaði reyndar óvart bæði kvöldin....ætlaði að djamma hvorugt kvöldið...bara var allt í einu byrjuð að djamma :oþ En ótrúlega gaman og ekkert heavy djamm en miðað við hvað ég er búin að vera róleg í vetur og sérstaklega eftir áramót, þá kallast þetta djamm ;o)
Ég er að hugsa svo mikið þessa dagana en næ einhvern vegin ekki utan um það sem ég er að hugsa þannig ég kemst aldrei að neinum niðurstöðum og er ekki að fíla það! Ég vil helst alltaf hafa allt á hreinu, þó ég missi mig stundum, og ég bara er ekki að nenna þessu non-sensi! Það er nóg komið af því í lífi mínu!
Ég er líka orðin rosalega leið á því að búa ein! Bjó ein í litlu herbergi í fyrra en svo bjuggum við Hjalti saman í sumar en svo er ég aftur í vetur búin að vera ein...og ég bara meika það eiginlega ekki lengur! En Fanney systir flytur til mín í vor og þá lyftist nú kannski á manni brúnin ;o) Fólk sem býr eitt og hefur gert það lengi eru hetjur í mínum augum!
En núna er brúnin farin að þyngjast...en maginn líka farinn að hrópa...þannig ég ætla að gera eitthvað í öðru hvoru málinu...!
Nighty-night!
mánudagur, 12. mars 2007
Afhverju er ég enn vakandi?
Birt af jennzla kl. 01:04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli