Fór á frumsýningu á Epli og eikum hjá Hugleik í gær. Var alveg komin með fiðring í magann, líkum þeim sem maður fékk á jólunum sem krakki, og gat ekki beðið eftir að sjá og heyra! Og varð ekki fyrir vonbrigðum! Ótrúlega fyndið leikrit með mjög flottri tónlist! Leikararnir hver öðrum betri, persónurnar æðislegar, hljómsveitin mögnuð, leikmyndin, búningarnir, lýsingin og bara allt :o) Loved it! Spekkið þetta á Hugleikssíðunni.
Fór svo í afmæli/innflutningspartý hjá Björgu og var hún über-hress! Og svo mætti Bjarni á svæðið og var líka über-hress! Aðrir voru frekar rólegir ;o) Enda meira en helmingurinn í Óperukórnum og því ekki á dagskrá að rasa út á tónleikahelgi ;o)
Fór svo þaðan í frumsýningarpartý hjá Hugleik og þar var sungið og sungið eins og vera ber ;o) Já og nokkur trúnó í gangi í öllum hornum...eiginlega eins og vera ber líka ;oþ
Það eina sem er svo eftir þessa helgi eru Carmina Burana tónleikarnir. Æfing á eftir og svo tvennir tónleikar á morgun. Shjæsen-feldenkræsen! Býst við að sjá þig þar! Nánari upplýsingar er að finna í tenglinum í blogginu hér fyrir neðan.
Annars er ég bara alger lufsa þessa dagana...líður eins og það hafi skriðdreki keyrt yfir mig og bakkað svo yfir mig líka! Týndi mér svo gjörsamlega nýverið! Veit ekki hvaða manneskja kom í staðin! Mér líkaði allavega ekkert rosalega vel við hana...fannst hún eiginlega bara ömurleg! En núna er Jenný að koma til baka, hægt og rólega, og jafnvel betrumbætt ;o)
Þannig ef þið hittið mig eitthvað næstu daga þá er góður knús mjög vel þeginn!
laugardagur, 24. mars 2007
KNÚS!
Birt af jennzla kl. 15:47
Efnisorð: leiklist söngur partý ég
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ Snúlla.
Takk fyrir síðast. :D Takk fyrir komuna líka. Það var æðislega gaman að fá þig í heimsókn í nýju íbúðina mína. Þarft endilega að kíkja einhverntíma aftur bara friends kvöld, eða eitthvað chill bara :D
Sendi þér líka risaknús..
Bestu kveðjur, Þín vinkona Björg
Skrifa ummæli