sunnudagur, 4. mars 2007

Ekki lesa þetta ef þér leiðast persónuleg blogg eða blogg um daginn og veginn

Skrapp heim í sveitasæluna yfir helgina. Litla sálartetrið mitt vara bara orðið alveg uppgefið á þessari geðveiki sem einkennir líf mitt um þessar mundir og ég þurfti bara að komast aðeins heim í rónna og umhyggjuna.

Lofaði systur minni um áramótin að ég myndi einhvern tíman fara með henni á Palla í Sjallanum fyrst ég fór ekki með henni þá. Og viti menn, var hann ekki bara í Sjallanum í gær! Mín var samt bara róleg og sá um að keyra. Vorum komin heim rúmlega 5 og ég lagði af stað í bæinn klukkan 9 í morgun til að ná prufum fyrir Sumaróperuna.

ÞREYEYEYEYETT!!!!

Prufan gekk vel miðað við ástand og ég er bara sátt. Tricky undirleikari!! Erum við kannski dekruð í Söngskólanum? Það eru samt rosalega fáir sem munu komast að og ég efast líka um að ég gæti verið með! Fer allt eftir því hvenær æfingar hefjast hjá þeim og hvenær Bingó verður frumsýnt. En þetta er alltaf reynsla og gott að þjálfa sig í að fara í inntökupróf.

En vá hvað ég er þreytt!

Og ég get með sanni sagt að "Gullna röddin" virkar vel!

Er bara að skrifa og hugsa, skrifa og hugsa. Ég er eiginlega alveg hætt með persónuleg blogg svona í seinni tíð. Þegar ég byrjaði að blogga og lengi framan af var ég mjög persónuleg og blaðraði allri líðan út úr mér og bara öllu! Hef minnkað þetta held ég. Skrifa núna bara hvað ég geri á daginn. Það er gott fyrir vini manns og ættingja sem búa úti á landi eða erlendis. En stundum eru það voðalega leiðinleg blogg. En það eru vælublogg líka.

Var ég búin að segja ykkur að ég á að taka 6. stigið í söng í vor? Smá pressa í gangi en ég vinn víst svo vel undir pressu. Það er ekkert smá samt á einu ári, miðstig og 6. stig. En 6. stigið er nú eiginlega bara millistig í framhaldsstiginu.

Hef voða mikið verið að hugsa til vina sem hafa komið og farið, hvað þeir gáfu mér (sumsé andlega) og hvað ég gæti hafa gefið þeim. Ég sakna þeirra flestra, en svona er þetta stundum. Suma langar mig reyndar voða til að hitta og taka létt spjall, það kannski gerist bara einhvern tíman óvart :o)

Einu sinni var ungur svanur sem festi sig í neti. Einn af fiskimönnunum sá svaninn, sem barðist um í netinu. Fiskimaðurinn byrjaði að labba rólega að honum og veitti svanurinn því athygli. Þeir náðu augnsambandi og á sama augnabliki róaðist svanurinn algerlega. Fiskimaðurinn var nú komin alveg að svaninum, tók af sér hanskana og fór að gæla við hann. Svanurinn naut snertingarinnar og stóðu gælurnar yfir í nokkra stund. Þá tók fiskimaðurinn svaninn og sneri hann úr hálsliðnum.

Voðalega hoppa ég úr einu í annað núna.

Held ég ætti að fara að halda kjafti núna ;o)

0 ummæli: