fimmtudagur, 29. mars 2007

Nenni ekki!

Í dag elska ég heiminn :o) Í gær hataði ég heiminn :o( Og í fyrradag elskaði ég heiminn :oD

Skemmtilegt að þetta raðist svona á annan hvern dag ;o)

Það er bara allt á einhvern vegin réttu róli :o) Og svo er sólin byrjuð að skína meira :o) Eins og ég elska haustið þá nær sólin alltaf að gleðja mig á vorin :o) Já og fuglasöngurinn og blómin sem byrja að spretta og hlýnandi veðurfar :o)

Vorvæmnin var í boði Peter Pan hnetusmjörs!

Haustið er bara einhvern vegin svo angurvært og dulúðugt :o) Aðeins dramatískara en vorið :o)

En þó ég sé yfirmáta kát og ánægð nenni ég ekki neinu! Nenni ekki í skólann á eftir, nenni ekki að taka til í herberginu mínu sem er í messi því seinustu daga hef ég ekki nennt að ganga frá öllu strax (en ég hef verið að reyna að temja mér það seinustu vikur), nenni ekki að læra, nenni að fara út í búð að kaupa eitthvað alminnilegt að éta (þannig í hádegismat var brauð með hnetusmjöri og kakómalt, sem stangast algerlega á við heilsusamlega mataæðið sem ég er búin að vera að reyna að temja mér seinustu vikur), nenni ekki að elda það sem er til að éta, nenni ekki að sauma, nenni ekki að fara yfir handritið mitt, nenni ekki að setja listann fyrir próf í rétta tímaröð, nenni ekki að henda ruslinu í ruslatunnuna úti í garði (þannig pokinn er bara úti á tröððum), nenni ekki að taka myndir af nýju dóti til að setja á uppboðssíðuna mína, nenni ekki að kíkja á myspace-ið mitt, nenni ekki nenni ekki nenni ekki nenni ekki!

En ég nenni að leyfa dagdraumunum að njóta sín til hins ítrasta ;o)

Nennti að skoða mögulegar sumarvinnur og sækja um 3 :o)

Og nennti að vakna klukkan 10 :o) Glaðvaknaði reyndar um hálf 9 en bara nennti ekki fram úr þannig ég lá dormandi til 10...er svona semi-sátt við það...!

Ætti að fara að gera eitthvað...eins og t.d. að klára að breyta kjólnum sem ég er að pæla í að vera í á árshátíðinni :o)

Jæja, látum hendur standa fram úr ermum! (Því annars getur maður dottið og meitt sig!)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæhæ langt síðan maður sá eða heyrði í þér seinnast vona að þú munir enþá eftir litla sibba síðan á laugum er næstu því búin að lifa í helli síðustu ár og losnaði þaðan um daginn ákvað að leita uppi gamla vini og kunningja og.... já kynnast þeim aftur :)