Ég er enn að drepast úr þreytu í dag, enda asnaðist ég til þess að vera hjá mömmu og Gulla til miðnættis í gær! Kjánabjáni! Vaknaði svo klukkan sjö í morgun (alveg hreint ótrúlegt að það skuli hafa tekist!) og fór í Rope Yoga með mömmu, Elínu (dóttir Gulla) og Eddu (vinkonu mömmu) og shit hvað það er gott! Var svo þreytt að ég var að sofna allan tímann en samt að púla og kviðurinn er alveg á fullu að vinna úr þessu öllu núna! Verð kominn með svaka sixpack eftir sumarið ;o) Og svo slökun...ég elska slökun!
Ég get tekið annað fólk í slökun en ég get ekki tekið sjálfa mig í slökun...Það verður alltaf einhver annar að blaðra á meðan...enda getur maður líklegast ekkert slakað á ef maður er á fullu að hugsa sjálfur ;oþ
Er að gera upp við mig hvað ég eigi að fara að gera núna...Verð að æfa 6 lög í dag en það er líka rosalega freistandi að leggja sig smá...! Tricky, very tricky!
Hitti Hjalta aðeins í gær...sárvantaði svo knús! Komumst að því að það eru eiginlega bara ár og aldir síðan við náðum að tala saman! Hann á til dæmis allt í einu bíl! Og er búinn að eiga hann í smá tíma! Óþolandi svona fólk eins og við sem höfum engann tíma til að hittast og spjalla ;o)
Kannski þess vegna sem ég hugsa svona mikið til núverandi og fyrrverandi vina þessa dagana...bara er orðin vinasvelt ;o)
Vá, held ég verði að leggja mig í hálftíma!
mánudagur, 5. mars 2007
Ég er alltaf að gleyma að setja haus á bloggin!
Birt af jennzla kl. 11:30
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ Jenný
Langaði bara að láta þig vita að ég kíki stundum á bloggið þitt :)
Gaman að lesa pælingar annarra söngfugla og ég kannast sko alltof vel við að hafa svona mikið að gera eins og þú..
Sjáumst í skólanum
kveðja, Elfa
Skrifa ummæli