Já, sunnudagaskólinn...ég vann einu sinni í sunnudagaskólanum og þá vorum við bara að leika við krakkana og kenna þeim biblíusögur og vera góð við hvort annað...man ekki eftir neinum áróðri! Eins þegar ég var í sunnudagaskóla þá var ég aldrei beðin um að gefa pening! Við vorum bara að syngja og hlusta á sögur! Voðalega hefur þetta breyst á stuttum tíma! Ég er sammála þér Fanney mín að þetta er asnalegt...það er allt í lagi að börn viti að ekki hafa það allir jafn gott, en að vera að ala hjá þeim samviskubit út af einhverju sem þau geta ekkert gert í...!
En annars er fínt að frétta..bara að leika, drepast og syngja.
Ég er ekki sátt við mætinguna hjá Hugleiksfólki eða söngskólafólki á Bingó!! Manni getur nú sárnað! Og ef enginn mætir þá verður náttúrulega bara hætt að sýna og þið fáið aldrei að sjá þetta! Það á nefnilega að fara að útrýma Hjáleigunn og við erum soldið fyrir. Þannig rífið ykkur nú upp og drífið þetta af lömbin mín ;o)
Annars er Hugleikur bara að verða heavy-aktíft félag! Eiginlega alltaf tvennt sem fólk getur valið um á kvöldin þar sem meðlimir Hugleiks koma við sögu...Og það er búið að vera að bitna mikið á Bingói! Og okkur sem erum í Bingói! Komst ekki á Ljótu Hálfvitana og Túpílakana á laugardagskveldið og ekki á Þetta mánaðarlega í kvöld...Svo á ég pantaðann miða á Leg á fimmtudagskveldið en ætla að reyna að breyta því svo ég komist nú að sjá dagskrána...!
Allt fínt að frétta af brjósklosi. Er bara á dópi allan daginn þannig ég finn ekkert fyrir því og fer til sjúkraþjálfara í fyrramálið. Hinsvegar eru allskyns annars konar krankleikar farnir að koma fram sem mjög hugsanlega eru afleiðing dópneyslunnar! Svimi, mikið orkuleysi, þreyta, furðulegir herpingar í maga og öðrum líffærum og margt annað skemmtilegt. Og mér líður eins og aumingja!
Svo er ég byrjuð að vinna í nýrri vinnu...vil ekki vera hötuð af ykkur þannig ég ætla ekkert að ræða starf mitt hér en ég lofa að ÉG mun aldrei gera ykkur lífið leitt í vinnunni minni. En ég er sátt þar og þau mjög sátt við mig.
En svo þarf ég að finna mér sumarstarf...pfff það er alltaf jafnleiðinlegt!
En næsta sumar er ég komin með gott plan...þarf bara að gera góða beinagrind og þá er ég góð...og svo bara að krossleggja fingurnar og vona það besta!
Ætti maður svo kannski að skella sér til Kosovo í ágúst? Og jafnvel kíkja á Eistland í leiðinni? Eða á maður að fara á ítölskunámskeið í 6 vikur?
Lífið er ekkert nema ákvarðanir :o)
mánudagur, 23. apríl 2007
Hvernig væri að fara að koma á Bingó?
Birt af jennzla kl. 00:02
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
been there and got no f***ing t-shirt...heheh...nei æðísliga gaman á bingó hehe
Skrifa ummæli