Hef fundið nýja ást sem kyndir vel undir mér, er alltaf til staðar þegar ég þarf á honum að halda og lætur mig slaka vel á! Hann heitir Tóti...og er því miður bara í láni :o/ Tóti er hitapoki. Hér með óska ég mér heitast af öllu að eignast hitapoka! Skil ekki að ég hafi ekki kynnst þeim fyrr!
Bakið var verra í dag en í gær en samt ekki jafnvont og í fyrradag. En núna í kvöld versnaði það til muna...held að leikæfing og Bjarkartónleikar hafi ekki bætt úr skák!
Já, ég fór á Bjarkartónleikana og þeir voru magnaðir! Hélt að ég myndi ekki fara því ég á tæplega núll krónur en svo hringdi Vala í mig klukkan sj...Nei, afsakið hún hringdi ekki í mig þar sem það er með öllu ómögulegt...hún sendi mér skilaboð á msn klukkan sjö og spurði hvað ég var að gera. Þá var ég nýsest niður fyrir framan House - seríu 2 cd 2 - með kvöldmatinn minn, sem samanstóð af kakósúpu(bragðbættri með dökku Hersey's súkkulaðidufti og heslihnetusýrópi), buffalo-vængjum (rest af því sem ég gerði alveg sjálf og ein á Páskadag), samloku með gúrkum og kindakæfu, tómat og appelsínutrópí með aldinkjöti (geri aðrir betur!). En aftur að Völu. Hún bauð mér þá að koma á Bjarkartónleika þegar ég yrði búin að éta þar sem að hún ætti aukamiða (en Sebastian hennar fékk heilahristing og komst ekki). Góðir tónleikar með góðri vinkonu (sem ég sé alltof sjaldan!)
En bakið mitt var ekki sátt við að ég stæði í 2 tíma!
Er komin með nett í magann af því að Bingó verður frumsýnt á laugardaginn næsta! JÁ NÆSTA LAUGARDAG!!!!! Endilega komið á sýningar því ekkert af ykkur hefur verið duglegt að mæta á það sem ég er að gera! Og hana nú! Nema mamma og hún er helminginn af árinu úti í Kosovo! Fólk sem býr í Bretlandi, Bandaríkjunum, Danmörku og Hollandi fær undanþágu nema ef vera skyldi að það sé á landinu í apríl eða maí. Endilega tékkið hvaða dag þið komist á Hugleikssíðunni! Og pantið miða strax því það verður selt hratt og fast á þetta stykki! Á síðunni er líka verkið kynnt sem og höfundur og leikstjóri, sem eru algerar klassakonur ;o)
Læt eina mynd fylgja hérna sem tengist einmitt Bingói og ég hló í hálftíma og hlæ enn þegar ég sé hana! Efast um að það sé til fyndnari mynd af yours truly!
þriðjudagur, 10. apríl 2007
Ný ást!
Birt af jennzla kl. 02:55
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já svona Tótar geta verið góðir til síns brúks - ég á tvo lifandi hitapoka-kisurnar Tumi og Birta sem að leggjast viljug á tærnar mínar þegar mér er kalt.
En fyndið að við skyldum báðar vera aftur að horfa á Björk smjörk- ég var reyndar með slétt hár þetta kvöld svo þú gast ekki fundið mig - ég vona að þú lagist í baksíðunni og ég mun að sjálfsögðu koma og sjá þig og hinar - hlakka til og líka að námskeiðast með þér!
Kv. Gilitrutt
Skrifa ummæli