Já, langt síðan síðast enda er Fanney systir búin að vera í bænum og þá er oftast bara sinnt því sem maður er skyldugur að sinna og allt annað fær að sitja á hakanum ;o)
Árshátíðin gekk vel og mættu nokkrir söngfuglar í fyrirpartý í Núpalindina en ég náði því miður lítið að sinna þeim vegna óvænts atviks :o) Salurinn var æði, skemmtiatriðin auðvitað frábær ;o), hljómsveitin fín og allir svo góðir að dansa ;oP Ég lenti í einhverskonar spennufalli þegar maturinn var að klárast og var eiginlega bara alveg út í móa restina af kveldinu en ég skemmti mér samt mjög vel :o)
Svo eru Bingóæfingar á fullu, LOKSINS! Og allt að smella saman! Jei! bara nokkrir daga í frumsýningu og bíðið bara ég á eftir að elta ykkur uppi á láta ykkur kaupa miða :o) Við verðum nefnilega að selja sem flesta miða á sem flestar sýningar STRAX svo við fáum að halda húsinu í þann tíma! Læt ykkur vita um sýningartíma þegar þeir verða komnir á hreint, sem ætti að vera eftir helgi .o)
Okkur úr Bingóinu var boðið á útgáfutónleika Silvíu Night á miðvikudagskveldið og var það alveg ágætasta skemmtun, bjóst samt einhvern vegin við meiru. Og afhverju geta sumir ekki skilið orðið Nei! sama hversu oft maður segir það?
Kíkti á Kofann eftir á og þar var eitthvað af liði sem maður þekkti og dansaði ég eins og maniac restina af nóttinni! Mjög góð útrás!
Djöfull hlakka ég samt til þegar allt verður orðið reyklaust!
Svo er maður bara búin að vera að vinna og í skólanum!
Tognaði reyndar í kviðnum á leikæfingu í gær! Það er frekar vont sérstaklega þar sem ég er með pínu kvef og þarf þess vegna að hnerra við og við ;o) Og held ég verði að láta rope yoga bíða næstu vikuna :o/
En núna er ég rokin!
föstudagur, 6. apríl 2007
Birt af jennzla kl. 21:48
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli