Um helgina:
- Fór ég á tónleikana Reisum Rósenberg, bæði laugardagskveld og sunnudagskveld og sé ekki eftir því! Frábærir og mjög ólíkir tónleikar sitthvort kvöldið. Þetta lið sem stóð að þessu á bara hrós skilið! Frábært framtak!
-djammaði ég...allavega á laugardagskveldið...einhverra hluta vegna man ég ekki hvað ég gerði á föstudagskveldið en ég veit að ég var að vinna og svo held ég það hafi bara verið Dr. House...ef einhver hefur einhverjar aðra upplýsingar eru þær vel þegnar (en ég held að ég muni það ekki því ekkert gerðist sem er ekki bara í rútínunni).
-En já ég djammaði í gærkveld eftir tónleikana. Út um allar koppagrundir...það var gott og gaman fyrir utan það að...
-...ég fór í söngtíma í morgun...eða klukkan hálf eitt...smá reykur á röddinni og pínu þreytt (reynið að dansa á djamminu og syngja ekki með því litla sem þið kunnið í lögunum) en ég hafði passa mig vel á því að verða ekki drukkin þannig engin var þynnkan :o)
-Lærði ég...jábbs próf í hljómfræði á morgun klukkan 13:00 að staðartíma. Rúlla þessu upp eins og vindlingi! Er núna að fara að læra..var bara að bíða eftir að pastað myndi sjóða :o)
-Kom það í ljós að við fáum að sýna Bingó 3x í viðbót! Og því fylgir plögg....
...BINGÓ 3X Í VIÐBÓT!!!
SÝNINGAR:
MÁNUDAGINN 30.04.07 KL. 20:30
ÞRIÐJUDAGINN 01.05.07 KL. 20:30
MIÐVIKUDAGINN 02.05.07 KL. 20:30
Í FÉLAGSHEIMILINU Í KÓPAVOGI
MIÐAPANTANIR Á WWW.HUGLEIKUR.IS
Ég verð ógeðslega sár ef ÞÚ kemur ekki!
mánudagur, 30. apríl 2007
Spaghetti með tómatsósu
Birt af jennzla kl. 01:38
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
fyrirgefðu...ákvað að bæta við punktunum svo þetta yrði lengra en þarna staðferstingarkóðinn...en þaðer líklega búið núna..en ég elska þig...sé þig um helgina
Skrifa ummæli