Jæja, þá styttist í frumsýningu og af því tilefni ætla ég að reyna að plogga meira hérna. Hérna sjáið þið fallega Bingó-plakatið okkar! Getið þið fundið út hver er hvað af þessum brúðum?
Leikfélagið Hugleikur og Leikfélag Kópavogs hafa sameinað krafta sína og setja nú upp leikritið Bingó eftir Hrefnu Friðriksdóttur í leikstjórn Ágústu Skúladóttur.
Í leikritinu Bingó hittast fimm manneskjur reglulega og spila Bingó. Eins og leikurinn er í eðli sínu einfaldur og segir sig nánast sjálfur, er eitthvað með tölurnar sem tengir okkur nánar persónum verksins, ekki ósvipað og tölurnar gera sig í Lost á mánudagskvöldum. Persónurnar bregðast við þeim tölum sem bingóstjórinn kallar upp, berast fram og aftur í tíma og leynt og ljóst er takmarkið bundið við stóra vinninginn.
Hefur þú bragðað Bingóte? Séð Bingóbók? Dreymir þig stóra vinninginn? Hefur þú leikið þennan leik? Hvaða tölu viltu helst fá? Hvaða tölur eiga að vera á bingóspjaldinu þínu? Ef þú vandar þig eins og þú getur muntu þá örugglega vinna – eða kannski ekki ... Vinnurðu eða taparðu?
Bingó var leiklesið í Þjóðleikhúsinu 2004.
Miðaverð er kr. 1.500 og miðapantanir eru á hugleikur.is og í síma 823 9700.
Sýnt verður í Hjáleigunni í Kópavogi, en ljóst er að þetta verður síðasta sýning Leikfélags Kópavogs í því húsnæði.
Þegar er uppselt á frumsýningu, en næstu sýningar eru:
Sun. 15/04 kl. 20:30
Fim. 19/04 kl. 20:30
Sun. 22/04 kl. 20:30
Mið. 25/04 kl. 20:30
Mán. 30/04 kl. 20:30
Koma svo! Allir að panta miða!
Já, og ef þið eigið myspeis þá er ég búin að fara hamförum í lúkkinu á síðunni minni - myspace.com/jennzla - og búin að bögga marga vini mína með auglýsingum í komment hjá þeim og pósa bulletin...vona að þetta virki að einhverju leiti...annars var þetta bara skemmtilega heimskuleg tímeyðsla ;o)
1 ummæli:
jenný jenný...þú áttir held ég lengsta komment bloggsögunar á síðunni minni...gott að þú tókst áfengismagnið fram..annars hefði ég hringt beint á sjúkrabíl og sagt þeim að ná í þig alveg babú...já hamrasjarminn drepur..gerir lífið reyndar örlítið erfiðara en það þyrfti að vera...en hey..maður myndi nú ekki vilja hafa þetta alltof auðvelt...óó neeeeiii ég er alveg edrú sem stendur klukkan hálf 12 á föstudegi svo djammið er ekki alveg hafið..en helgin verður mögnuð...en svo bara lööönng pása eftir hana fram að kýpur svo maður verði nú dáltið spengilegur þar... bjór er samt svo búff og hvítvín er svon ííííísssccchhhh...svo eru gosbjórarnir svona ssssssssnnnnnaaakkrrrrr og vodka í burn er black out. og sterkt áfengi er svona fúúúúússss...og þannig...hvað á maður þá að setja upp í sig...kóka kóla...nei ég held ekki...jahá en vissir þú að andy garcia var síamstvíburi?? að snigill getur sofið í þrjú ár?? að það er ólöglegt að fara yfir landamæri minnesota með önd á höfðinu'?? nei allt mjög merkilegt...vildi bara gera langt komment líka...elska þig mestast
Skrifa ummæli