Er búin að vera að sauma, laga og lita í allan dag. Bara ein svunta eftir og vestið er í litun. Á reyndar eftir að lita feldinn fjólubláan en það verður pínu maus þannig það verður bara gert á morgun.
Bakið er reyndar að verða búið eftir þessa törn. Held ég neyðist bara til að panta mér nuddtíma ;o)
Er með gömu tölvuna, a.k.a. Samuel Gaylord, í gangi því í honum er öll góða tónlistin mín (þökk sé Bóbó :o) ) og ég ákvað að setja My-pictures-screensaver í gang og er því búin að vera að sjá skot úr fortíðinni líða hjá á meðan ég sauma. Og núna skil ég loksins fólk sem talar um að framhaldsskóla árin séu þau skemmtilegustu. Hef hingað til viljað halda því fram að ég sé að upplifa mín skemmtilegustu ár núna eeeeen nei. Það sem framhaldsskólaárin hafa fram yfir þessi ár er einfaldleikinn. Lífið var frekar auðvelt þá. Enginn ætlaðist til neins af manni nema bara að ná prófum, það eina sem tilvonandi kærasti þurfti til að bera var að vera sætur, maður fékk matinn tilbúin nokkrum sinnum á dag, þurfti ekki að pæla í neinum reikningum eða skuldum, og þó svo maður kæmist kannski ekki inn á staði þá bara djammaði maður samt (og oft voru það skemmtilegri djömm en þegar maður er inni á einhverjum stöðum).
Tæknilega séð gæti ég verið að lifa eins lífi núna, það bara passar ekki. Maður er komin af stað að móta framtíðina sína enn frekar og því fylgir ábyrgð og skuldbindingar. En mikið væri ég til í að geta hoppað aðeins til baka og upplifað þetta aftur.
Svo er ég líka búin að sjá andlitum bregða fyrir á myndunum af fólki sem ég hef misst sambandið við og uppgötvaði að ég sakna margra þeirra þó nokkuð, og sé eftir sumum.
Af hverju er maður á réttum stað á röngum tíma?
sunnudagur, 3. febrúar 2008
Nostalgía
Birt af jennzla kl. 21:38
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
I should slap you, I should....
Skrifa ummæli