Ég er þreytt...alltof þreytt...þetta er búin að vera svakaleg törn! Allar helgar síðan í byrjun janúar og náttúrulega á virkum dögum líka og alltaf 3-5 tímar á dag upp á síðkastið. Enda er þetta að verða búið...og svo er þetta líka búið að vera mjög gaman.
Kvöldið í kvöld náði samt að láta mann slaka aðeins á og hræra upp í orkunni sem er eftir.
Halli og Heiðrún buðu mér í heimsókn þar sem við elduðum saman og horfðum svo á La vie en rose, drukkum smá rauðvín og bitum í nokkra osta og skellti Heiðrún svakalegum gúmmelaði ísrétt í skál. Nú er ég líka alltof södd en mjög ánægð með gott kvöld. Var akkúrat eitthvað svona sem mig langaði að gera :o)
Og núna ligg ég í sófanum hennar Fanneyjar, en hún er fyrir norðan, og er Harry Potter að veita mér félagsskap. Horfði á mynd nr. 1 í gær og núna er nr. 2 í gangi. Hef bara horft á þær einu sinni.
Og svo er æfing með hljómsveitinni á morgun kl. 9:00 sem er í sannleika sagt bara glæpsamleg tímasetning!
Og allir á midi.is að kaupa miða á mánudagssýninguna af Brúðkaupi Fígarós!
laugardagur, 9. febrúar 2008
Yummie Yummie Yummie
Birt af jennzla kl. 00:39
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli