Sneri mér í nokkra hringi fyrir klukkutíma síðan og er enn með svima :o/
Æfingar á Brúðkaupinu á fullu og ég er búin að skila flestum búningum af mér- hægt að fá miða á midi.is en ég mæli með að fólk komi á fyrri sýninguna ;o)
Bjó mér til snyrtiborð um helgina. Setti fallegan antik-spegil á fallega litla skrifborðið mitt og nú er þetta hið fínasta snyrtiborð. Alltaf gaman að hafa fallega, stelpulega hluti inni í herberginu sínu :o) Hressir, bætir og kætir! Núna sest ég á hverju kvöldi og hverjum morgni fyrir framan snyrtiborðið og snurfusa mig. Góð byrjun og góður endir á deginum :o)
Fór á Sweeney Todd í gær með Fanney og Helga og fannst hún flott. Finnst svo gaman að Tim Burton, Frank Miller og Peter Jackson því myndirnar þeirra eru svo flottar fyrir augað!
Minnir að ég sé ekki búin að sjá neitt í leikhúsi síðan um jólin en er að fara að bæta úr því...fljótlega...erfitt að vera fátæk námsmær! Verð samt að kíkka á Útsýni fljótlega og mæli með að sem flestir geri slíkt hið sama - hugleikur.is
Hah! Nú var ég að plata fór á Fool for love um daginn...held meira að segja að ég hafi verið búin að tjá mig eitthvað um það hérna...jú er það ekki?
Langar að læra að spila á mandólín!
mánudagur, 4. febrúar 2008
Snyrti mig og snurfusa
Birt af jennzla kl. 19:55
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli