Í dag er veðrið í stíl við líðanina...eða allavega eins og það er í Reykjavík.
Ætla samt ekki að standa í einhverju volæðiskjaftæði...það er bara alltof leiðinlegt!
Það var kíkt út á lífið í gær með Rósu...var nokkuð skemmtilegt framan af...svo fauk eitthvað í mig og þá kom ekki annað í mál en að sturta í sig...er merkilega hress samt sem áður!
Lítur svo allt út fyrir að rólegheitatímabil sé að fara að hefjast þar sem maður verður að vera hress hverja helgi fram í miðjan apríl :o)
Á morgun byrjum við að æfa Brúðkaupið í Langholtskirkju. Það verður gaman að fara að æfa það á sýningarstaðnum og laga það að því. Svo verð ég að fara að hreinsa þessa kórtexta hjá mér! Svo held ég að við Barbarinur fáum að vita á morgun hverjar fá að syngja sóló...!
Jájá...
sunnudagur, 27. janúar 2008
Dúbbídúbbídúbbí
Birt af jennzla kl. 15:46
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli