miðvikudagur, 20. júní 2007

Afi Benni

Afi Benni var pabbi pabba. Hann lést í seinustu viku. Hann var alltaf ljúfur og góður, en gat þó alveg verið ákveðinn. Hann bruddi bismark-mola í gríð og erg og laumaði hann oft til manns einum og einum. Man eftir því að hann og amma kíttu um allt og ekkert og okkur krökkunum þótti endalaust gaman að því, enda aldrei nein mikil alvara í því. Hann var líka endalaust duglegur og var að allan daginn, enda sofnaði hann oft yfir sjónvarpinu á kvöldin og var honum leyft að sofa þar til dagskrárloka eða þangað til hann fór að hrjóta. Það var alltaf gott að vera í kringum hann, það kom alltaf viss ró yfir mig. Mér mun alltaf þykja vænt um hann og trúi því eiginlega ekki að hann sé búinn að kveðja.

Takk afi fyrir að vera þú

miðvikudagur, 6. júní 2007

Svik og prettir!!

Þá styttist óðum í Skólann! Er að verða búin að fylla bílinn af farlausum fuglum en er ekki viss hvort allir sem báðu mig um far þurfi far...Þarftu far Sigga Birna? Ef einhver veit það má hinn sami láta mig vita!!! Annars fara Ásta og Una Dóra með mér í bíl alveg pott þétt. Planið er að leggja af stað klukkan 10:00 því ég þarf að "koma við" heima á Laugum og ná í nokkra hluti sem urðu eftir seinast eða komust ekki með. Þannig ég hendi stelpunum út á Akureyri, þar sem er gott að eyða nokkrum klukkutímum, og pikka þær aftur upp um sexleytið myndi ég halda.

Er ekki að nenna neinu þessa dagana sem er ekki gott því að nýjustu fréttir eru þær að gaurinn sem við mamma vorum að vinna fyrir sveik okkur...þannig enn og aftur er maður í atvinnuleit! Er búin að sækja um í apóteki, póstinum og á einhverjum einum stað í viðbót sem ég man ekki hver var...en ef ég verð ekki búin að fá svar frá neinum af þessum stöðum þegar ég kem til baka þá held ég að maður neyðist bara til að athuga með næturvaktir á Subway og Serrano...eins ótrúlega skemmtilegt og það hljómar! En ef þið vitið um einhverja góða og jafnvel skemmtilega vinnu sem er laus sem borgar ágætlega þá má alveg láta mig vita!

Ég er samt búin að vera semi-dugleg seinustu daga...er að verða búin að tæma hitt herbergið svo að Fanney systir geti bara komið sér fyrir um leið og hún kemur frá Kýpur...shit hvað ég hlakka til! Þá kemur líka smá svona fjölskyldustemming inn á heimilið. En já tæma herbergið...losa mig við sófann í kveld til hennar Ágústu og þá held ég að allt verði komið...

...bara verst að ég hef engan stað til að hengja upp alla kjólana mína og pilsin og það dót í nýja herberginu mínu...flest af þessu núna í kuðli á þvottagrindinni eða hangandi í gardínustöngunum já og gardínunum sjálfum...en það má ekki lengi því sólin upplitar fötin! Og það verður allt svo krumpað af því að vera í kuðli lengi! Þarf að koma upp fataslá inni í herbergi.

Og það lítur út fyrir það að við systur munum búa hérna um (langan) óákveðinn tíma þannig reynt verður að koma sér sem best fyrir. Reyndar full sem þarf að laga hérna og er þá sérstaklega baðherbergið sem er í vondu ásigkomulagi! Ojbara ojbara ojbara! Klóaklyktin gæti myrt rottuher og svo er fullt af litlum pöddum út um allt! Enda er á dagskránni að hafa samband við meindýraeyði og skipta um öll klósettmál...og athuga hvort sturtan geti ekki gert eitthvað meira en að slefa á mann! En þangað til verð ég bara ofvirk á ryksugunni og klósetthreinsinum og læt mig bara hafa það að þvo mér upp úr slefi ;oP

Ef það er ekki bað á baðherberginu er það þá sturtuherbergi?!?

Já, ég bulla mikið í dag enda hef ég eiginlega ekkert að gera!

Langar í helgarferð til London í sumar, helst með einhverjum. Langar líka til Eistlands með Fanney ef hún fer, en efast um að ég hefði efni á því. Langar líka til Kosovo svona á meðan maður getur gert það á ódýrari hátt en ella, en hef ekki einu sinni efni á því að gera það þannig. Langar til þess að vera heima á Laugum í svona 2 vikur...og geri það bara kannski!

Þoli ekki svikara!

Og ég þoli ekki að vera fátækur námsmaður!

föstudagur, 1. júní 2007

En eftir situr minning um löngu liðin ár

Þá er bara fyrsti júní kominn og með honum reykingarbannið gleðilega! Hibb hibb húrra!!! Núna verða söngskólafélagar mínir vonandi aðeins viljugri til að kíkja við og við á kaffihús til að lyfta sér á kreik! Jei! Hef stundum verið soldið einmana í þessum kaffihúsaferðum mínum...tja þangað til við föttuðum að B5 var byrjað á reykingarbanni ;o)

En aftur húrra fyrir reykingarbanni! það munar svo ótrúlega miklu!

Svo var aðalfundur Hugleiks í gær og þar var rætt mikið um eitt og annað og svo var kosið í stöður þeirra sem voru að detta út úr stjórninni...Sigga Lára og Gummi létu af störfum og ég, Ásta og Tóró fylltum upp í mannfjöldaskarðið sem myndaðist við það.

Ég veit...ég er háð þessu...en núna er ég allavega ekki að gegna neinni formannsstöðu yfir vetrartímann...býst við að það létti aðeins af manni...og svo ætla ég ekki að vera með í neinu stóru verkefni í leiklistinni næsta vetur þannig að ég held það róist aðeins hjá mér...enda hafa verið bornar upp kvartanir um það hvað ég hafi alltaf mikið að gera...!

Svo er það auðvitað plögg...en ekki hvað ;o)

Þjóðleikhúskjallarinn í kveld kl. 22:30...mögnuð tónlistardagskrá sem ætti að koma öllum í stuð enda föstudagur eins og margir hafa eflaust tekið eftir! Kostar 1000 kr. inn ;o)

Hlýtur samt að vera soldið erfitt að hafa fyrsta reykingarbannsdaginn á djammdegi!?!

Og svo er það skólinn!!!!!!!! Jei!!!!!!! vika!!!!!!!!!! Og ég meira að segja búin að borga hann alveg og allt :o)

Eitt óþægilegt við að vinna svona frílans vinnu og það er að maður fær ekki útborgað um mánaðarmótin :o/ En ef maður lítur svo frá annarri hlið á það þá er það mikill kostur að fá ekki útborgað um mánaðarmótin ;o)

En núna er ég hætt að bulla og ætla að fara að gera eitthvað...eins og að koma fullt af dóti í geymslu :o/ Grey bakið mitt! Ég er ekkert að fara vel með það og gleymdi meira að segja að mæta í sjúkraþjálfun í gær! Ohhh! Ég get ekki munað að ég sé bakveik fyrr en ég finn til í bakinu og það mikið :o/

Minnið mitt verður bara verra og verra með hverri vikunni :o/

En núna er ég í alvöru hætt að bulla...

...bless!