föstudagur, 1. júní 2007

En eftir situr minning um löngu liðin ár

Þá er bara fyrsti júní kominn og með honum reykingarbannið gleðilega! Hibb hibb húrra!!! Núna verða söngskólafélagar mínir vonandi aðeins viljugri til að kíkja við og við á kaffihús til að lyfta sér á kreik! Jei! Hef stundum verið soldið einmana í þessum kaffihúsaferðum mínum...tja þangað til við föttuðum að B5 var byrjað á reykingarbanni ;o)

En aftur húrra fyrir reykingarbanni! það munar svo ótrúlega miklu!

Svo var aðalfundur Hugleiks í gær og þar var rætt mikið um eitt og annað og svo var kosið í stöður þeirra sem voru að detta út úr stjórninni...Sigga Lára og Gummi létu af störfum og ég, Ásta og Tóró fylltum upp í mannfjöldaskarðið sem myndaðist við það.

Ég veit...ég er háð þessu...en núna er ég allavega ekki að gegna neinni formannsstöðu yfir vetrartímann...býst við að það létti aðeins af manni...og svo ætla ég ekki að vera með í neinu stóru verkefni í leiklistinni næsta vetur þannig að ég held það róist aðeins hjá mér...enda hafa verið bornar upp kvartanir um það hvað ég hafi alltaf mikið að gera...!

Svo er það auðvitað plögg...en ekki hvað ;o)

Þjóðleikhúskjallarinn í kveld kl. 22:30...mögnuð tónlistardagskrá sem ætti að koma öllum í stuð enda föstudagur eins og margir hafa eflaust tekið eftir! Kostar 1000 kr. inn ;o)

Hlýtur samt að vera soldið erfitt að hafa fyrsta reykingarbannsdaginn á djammdegi!?!

Og svo er það skólinn!!!!!!!! Jei!!!!!!! vika!!!!!!!!!! Og ég meira að segja búin að borga hann alveg og allt :o)

Eitt óþægilegt við að vinna svona frílans vinnu og það er að maður fær ekki útborgað um mánaðarmótin :o/ En ef maður lítur svo frá annarri hlið á það þá er það mikill kostur að fá ekki útborgað um mánaðarmótin ;o)

En núna er ég hætt að bulla og ætla að fara að gera eitthvað...eins og að koma fullt af dóti í geymslu :o/ Grey bakið mitt! Ég er ekkert að fara vel með það og gleymdi meira að segja að mæta í sjúkraþjálfun í gær! Ohhh! Ég get ekki munað að ég sé bakveik fyrr en ég finn til í bakinu og það mikið :o/

Minnið mitt verður bara verra og verra með hverri vikunni :o/

En núna er ég í alvöru hætt að bulla...

...bless!

0 ummæli: