þriðjudagur, 25. september 2007

Strax kominn þriðjudagur?

Stundum skil ég ekki alveg hvernig heimurinn virkar. Oftast gefur hann minna af sér en hann tekur. Allavega upp á síðkastið (sem er alveg rosalega vítt hugtak). Ætli þetta eigi ekki allt eftir að koma heim og saman þegar maður er orðinn gamall. Lítur yfir farin veg og sér þá hvernig allt sem manni fannst ömurlegt var í raun ekkert svo ömurlegt því ef það hefði ekki gerst hefði ekki eitthvað annað ömurlegt gerst og svo annað ömurlegt og eitt enn og svo eitt gott sem var svo frábært og magnað að tilgangurinn varð ljós. Svo er það nú líka svo að góðir hlutir hafa meiri áhrif á mann en vondir. Kannski þess vegna sem að vondir hlutir koma oftar fyrir en góðir?

Mér líður samt vel í dag :o) Er búin að vera að vinna vel í skólanum og það skilaði sér í Deildinni áðan :o) Var að syngja þar og það gekk nú líka svona glimrandi vel. En alltaf hægt að bæta og slípa, ó já mikil ósköp! Maður hættir því aldrei, vinnur með sum lög alla ævi.

Helgin var rússíbani. Á föstudagskveldinu hitti ég Eddu, Sólveigu, Ásdísi, Möggu, Ottó og fullt af öðru liði sem var á Laugum. Það var mjög gaman enda hef ég ekki hitt þau endalaust lengi! Halla, Helgi og Gulli kíktu á okkur og voru með þvílíkan entrance sem verður aldrei aftur endurtekinn! Svo kíkti stóðið niður í bæ og hópurinn splittaðist upp.

Á laugardeginum var kíkt í partý til Eyþórs vinar Helga. Ég hef nú ekki mikið um það að segja þar sem ég var eiginlega andlega fjarverandi og fór snemma heim.

Á sunnudagskveldið hitti ég pabba. Hann bauð okkur Fanney út að borða á Tapas og svo kíktum við á Heiðu og strákana á Frakkastíginn. Ég vona að ég komist norður fljótlega, þarf sannarlega á því að halda.

Og núna er önnur skólavika hafin og allt á fullu.

Ætla að reyna að finna tvö lög eftir Jórunni Viðar svo ég hafi hugmynd um hvernig þau hljóma!

Seeya!

föstudagur, 21. september 2007

Heyrðu já!

Maður ætti kannski að blogga?

Ég var varla að muna leyniorðið mitt hingað inn, því það er svo langt síðan ég bloggaði!

Held það sé best að fara skipulega yfir það sem á daga mína hefur drifið frá því síðast:

Köben:
Var góð eins og búast mátti við. Mér er þó meinilla við almenningssamgöngur þar, mest vegna þess að upplýsingarnar sem maður fékk voru oftast ekki réttar! Já, og í rauninni fékk maður aldrei réttar upplýsingar ef maður spurði að einhverju! Stórfurðulegt!
Fyrsta deginum var eytt á Strikinu og þá helst í H&M eins og góðum Íslendingi sæmir. Vorum þar inni í 3 tíma held ég og þá átti sá stómerkilegi atburður sér stað að Fanney keypti sér meira af fötum en ég og var enn í essinu sínu eftir 3 tíma en ég var orðin þreytt og leið á þessu! Ákváðum að kíkka í bíó um kveldið en það er bara hrottalegt maus að fara í bíó þarna ef maður er ekki með danskt kort og svo kunnar þeir heldur ekki að telja!
Annan daginn var auðvitað farið á skyldustað nr. 2 sem er Tívolíið. Vorum komnar áður en það opnaði en þurftum bara að bíða í 10 mín. eða svo. Þustum þá inn og hringsóluðum í þeim fáu tækjum sem opnuðu þá...restin opnaði tveim eða þrem tímum seinna! Fengum okkur líka Smörrebröd á meðan við biðum. Þetta tívólí er stórfurðulegt þar sem adrenalíninu leyfist aldrei að fara af stað...ætli þetta eigi ekki að kallast fjölskylduvænt. En þetta var skemmtilegt engu að síður. Já og Danir gera magnaðan súkkulaðiís!! Fórum svo heim og sofnuðum, vöknuðum og fundum okkur mat, átum og sofnuðum svo aftur.
Og þrátt fyrir mikin svefn náðum við að sofa yfir okkur í morgunmat! Ákvaðum að eyða þriðja deginum í safnarölt. Fórum á Ripley's believe it or not, H.C. Andersen og Guinnes world records. Allt saman mjög skemmtilegt og fræðandi þó svo að maður væri eiginlega búin að fylla upp í fræðslumeðtökukvótann á fyrsta safninu, sem var Ripley's. Hefði viljað eiga meira inni fyrir H.C. Andersen en náði þó að graspa eitthvað þar. En í Guinnes fór flest allt fyrir ofan garð og neðan nema þegar kom að vaxmyndastyttunum af konungsfjölskyldunni því þar vantaði hendur og hausa á nokkra fjölskyldumeðlimi, og láu limirnir í kringum það bæði í plasti og berir. Ég hefði bara verið soldið móðguð ef ég hefði verið dani. Á leiðinni heim lentum við síðan inni í skartgripabúð þar sem Fanney fór aftur á meira flipp en ég.
Um kveldið var svo komið af óperunni sem er hryllingsferð sem ég vil helst ekki rifja upp. Óperan sjálf var fín þó svo að uppsetningin meikaði lítið sens og orsakaði nokkur "Bú" frá nokkrum gestum, en það var í fyrsta sinn sem ég hef heyrt búað á sýningu og var það skringileg upplifun...vona að maður eigi helst ekki eftir að lenda í því að það sé búað á mann.
Daginn eftir var svo flogið heim.

Nemendaóperan:
Fékk ekki að syngja fyrir og var sett beint í kórinn. Ekki mikið meira um það að segja. Mér líst stórvel á þessa óperu hjá honum Helga og hlakka til að heyra meira :o)

Flutningar:
Tók þá ákvörðun eftir 6 mánaða ígrundun að flytja til múttu. Sá bara ekki fram á að geta stundað námið af því kappi sem Signý býst við og vinna 3-4 kvöld í viku. Það gangur bara ekki upp andlega séð að vera í skólanum 9 tíma á dag og vinna svo í 6 tíma.. og vera á kóræfingum 2x í viku (en ég tel það vera part af náminu mínu ar sem það nýtist mér vel). Ég var að missa vitið eftir 2 vikur því ég er bara mikil félagsvera og er líka farin að þurfa að eiga frítíma til að slaka á.
Þannig að núna er ég í miðjum flutningum og herbergið mitt að vera voða sætt og lekkert. Hlakka líka til að vera á hollu heimilisfæði :o)

Ballett:
Við erum 15 stelpur í Söngskólanum sem tókum okkur til og ákváðum að byrja að æfa ballett saman. Við fengum inn hjá ballettskóla Eddu Scheving og erum sérhópur þar inni. Æfum 1x í viku og höfum endalaust gaman :oD Hlógum mikið mikið í gær! Og vá hvað þetta tekur á!!! Minn rass og mín læri! Manni langar helst bara til að vera 2x í viku!

Annað sem hefur skeð:
Hrauntónleikar á Næsta bar sem voru mjög skemmtilegir. Það er bara alltaf gaman á Hraungiggum!
Ég stend í lífgunartilraunum á verslunarsíðunni minni - myspace.com/zeta_clothes
Ég kláraði 100 ára einsemd and loved it! Fallega fallega fallega skáldsaga með samt svona mörgu ljótu í. Venjulegheit sem eru samt ævintýraleg. Hvet ykkur til að lesa hana.
Sótti um nýja vinnu - segi meira frá því seinna.

Held það sé ekki fleira en minnið er nú bara eins og það er!

miðvikudagur, 12. september 2007

Köben

Já, er á leiðinni til köben eftir 3 tíma :oD

Heyri í ykkur eftir helgi!

Verið góð við hvort annað og elskið friðinn!

Yours truly

laugardagur, 8. september 2007

Veturinn

Undanfarið hefur fólk mikið verið að spyrja mig hvernig veturinn leggist í mig. Satt best að segja leggst hann ekki vel í mig því mér finnst hann fullur af skyldum en ekki skemmtun. Þegar ég segi fólki þetta verður það alveg steinhissa og spyr hvernig það geti verið? Og þá fór ég að hugsa hvernig stæði á þessu? Ég er í draumanáminu mínu og gengur vel, ég er að syngja með æðislegum kór og það eru mörg skemmtileg verkefni á dagskrá þar og svo er ég í tveimur varastjórnum. Það eina sem breytist frá seinasta vetri er að ég ætla ekki að taka þátt í stóru leiklistarverkefni og verð ekki í nemendafélgasstjórn í Söngskólanum því í vetur ætla ég að einbeita mér að söngnum. Enda sagði Signý við mig í seinasta tíma: Jæja Jenný, núna ertu búin að sanna þig í félagsmálunum, núna er komið að söngnum."

Málið er bara að söngurinn er mér hjartans mál og eitthvað sem ég vil leggja fyrir mig, ekki bara áhugamál eins og stjórnunarstörfin, og því er ég svo dauðhrædd við hann. Frekar klikkað!

Seinasta vetur upplifði ég alltaf fáránlegan sviðsskrekk í hvert sinn sem ég átti að syngja fyrir fólk jafnvel þó ég sé orðin þokkalega sviðsvön. Ég dæmdi sjálfa mig líka alltaf hart og var aldrei ánægð með neitt sem ég gerði. Því veldur söngurinn mér núna kvöl frekar en gleði og í þau fáu skipti sem ég hef leyft mér að syngja í skólanum ánægjunnar vegna þá fær maður hrúgu af gagnrýni yfir sig fyrir að hafa ekki hugsað nógu vel um stuðninginn, raddbeitinguna, dýnamíkina, línuna, o.s.frv.

Ég er ekki að segja að ég þurfi að hugsa endalaust um þetta allt þegar ég syng því mikið af þessu er komið að einhverju leiti inn í systemið en maður getur alltaf gert betur. Og ég veit líka að það er starf kennarans að benda manni á það sem fór miður.

Þegar söng á nemendatónleikum annan veturinn sem ég var í skólanum tókst mér algerlega að gleyma mér í söngnum. Það var magnað og Signý og Lára voru mjög ánægðar með það og sögðu mér það. Það er akkúrat það sem ég vil upplifa. Náði þessu líka á einni sýningu á Galdraksyttunni og þá fann ég líka hversu vel líkaminn var að vinna og ég svitnaði meira en ég hef gert nokkru sinni á ævinni! Þetta er líka eitt mesta kikk sem ég hef fengið...Úfff! Besta tilfinning í heimi!

Þannig nú hefst leitin að gleðinni í söngnum. Og merkilegt nokk þá vekur það upp tilhlökkun fyrir vetrinum.

laugardagur, 1. september 2007

Gleðilegan september!

Þessi vika er búin að vera svo lengi að líða! Enda hef ég ekki verið að drukkna í verkefnum og svo er ég líka bara að bíða eftir að skólinn byrji og þá er tíminn leeeeeengi að líða.

Jei, e-takkinn á tölvunni er að bila!

Er búin að vera að fylgjast með masterklössum hjá Elisabeth Meyer-Topsöe alla vikuna og hún er mjög klár. Kíkti líka í einn tíma til hennar og hún er algert yndi. Kenndi mér nýja aðferð við að læra lög sem ég er að tékka á núna. Það tekur reyndar svona 300x lengri tíma að læra lögin en það á að skila sér í túlkun, framburði og orðamyndun.

Er svo byrjuð í Rope Yoga á fullu. Finnst ég ekkert smá dugleg að geta vaknað sjálf og mætt í tímana sem eru klukkan 7:50 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Þetta er svo fyrir allar aldir! Vinnur líklegast með mér að það er enn bjart úti á þessum tíma.

Í gærkveldi var smá söngfuglapartý hjá mér. Það var semi-rólegt og fínt. Sumir drukkur og hratt, aðrir og hægt. Spiluðum, horfðum á YouTube, fengum okkur hamborgara og töluðum. Kíktu aðeins niður í bæ en flestir stoppuðu mjög stutt þar. Sjálf var ég komin heim rúmlega þrjú, var engan vegin að nenna þessu. En það eru myndir í myndalinkunum hér til hliðar.

Svo er það bara vinnan eftir klukkutíma og lærdómurinn tekinn þar og svo eru tvö partý á plani í kveld.

En held ég fari núna að henda flöskum og vaska upp.