þriðjudagur, 29. maí 2007

Og lífið allt var franskur koss!

Jæjah!

Alltof langt síðan það var sett inn ný færsla á þessa síðu!

En það hefur sínar ástæður, eins og flest annað. Ég er búin að vera að vinna á fullu. Afraksturinn mun koma með Mogganum á fimmtudaginn, held ég alveg örugglega, og kallast sérblað um Vestfirði.

Kíkti líka aðeins norður hálfa helgina. Þar var verið að útskrifa Fanney og skíra Þórhall. Mjög góð helgi og gott að komast aðeins í faðm fjölskyldunnar. Svo flutti Fanney suður á laugardaginn og fór til Kýpur á sunnudaginn. Þar verður hún í tvær vikur og kemur aftur á meðan ég er í skólanum.

Já jibbí! Bara rúm vika í Skólann! Hlakka endalaust mikið til! Er líka kvíðin, er svo hrædd við það óþekkta. En samt aftrar það ekkert af mér að henda mér út í djúpu laugina! það er líka hálft gamanið.

Í kvöld klukkan 21:00 er svo tónlistardagskrá Hugleiks í Þjóðleikhúskjallaranum og hvet ég alla eindregið til að mæta og hlýða á misgáfulega texta og skemmtilega tónlist. Aldrei að vita nema ykkar einlæg opni á sér þverrifuna og góli eitthvað. Ef þið komist ekki í kvöld þá er bara að mæta á föstudagskveldið en þá verður gamanið endurtekið, en þá er það klukkan 22:30.

Núna er ég svo eiginlega komin í smá frí, bara úthringidjobbið á kveldin 3x í viku. Held það verði þannig þangað til eftir skóla, nema ég verð náttúrulega ekki að hringja út þar.

Við söngfuglarnir hittumst á sunnudagskveldið og grilluðum saman. Það var mjög skemmtilegt enda kann þetta lið að skemmta sér þegar það loksins leyfir sér það ;o) Vona að þetta verði gert oftar í sumar.

Fékk líka einkunirnar mínar úr Söngskólanum og verð að segja að ég er bara nokkuð sátt. Dómarinn var að gefa mjög lágar einkunnir en ég fékk 85 sem er venjulega lægsta einkunin sem maður sættir sig við en núna er þetta bara nokkuð góð einkunn. Ég bjóst meira að segja við lægri einkunn. Svo eru kommentin hans flest góð, bara eitt og eitt smáatriði sem hann setur út á, þannig það er ekki alveg í samræmi við stigagjöfina hans. En svona er fólk misjafnt. Kannski gefur hann bara pro söngvurum hæstu einkunn?!?!

Annars held ég að það hafi ekki fleira markvert gerst síðan síðast, en ég gæti alveg verið að ljúga að ykkur.

Þannig að ég ætla að fara að taka til hérna heima og kannski fara með kassa í geymslu til mömmu.

Eigið góðan og sólríkan dag!

fimmtudagur, 17. maí 2007

SMILE!

Brosmildur dagur í dag :o) Mætti þess vegna alveg vera sólskin...en maður fær nú ekki allt sem maður vill ;o)

Allir lausir endar að hnýtast og bara allt í gúddí!

Fór í leikhús í gær á Cymbeline í Þjóðleikhúsinu með Cheek by Jowl leikhópnum. Gerður átti aukamiða og bauð mér að koma. Gebbuð sýning og gaurinn sem lék 2 aðalhlutverk var klikkað góður! Úfff! Ekkert jafn flott og að sjá leikara vinna vel! Og allir í þessari sýningu gera það þó það sé kannski eitt og eitt smáatriði hjá nokkrum sem ollu mínusum. En ég mæli með þessari sýningu!

Svo er ég með frunsu :o( Þoli ekki að fá frunsu! Og þær koma eiginlega alltaf á versta tíma! Núna er t.d. ekki góður tími til að vera með frunsu!

Góðir dagar framundan samt...fer að vinna eins og klikkhaus næstu 5-6 daga..fæ svo loksins einkunirnar mínar...fer norður að syngja og sjá Fanney útskrifast...kem svo aftur suður og klára að gera herbergið ready fyrir komu Fanneyjar suður :o)

Gæti sungið í allan dag ef ég væri ekki að fá hálsbólgu :o/

Þetta er eitt andlaustasta blogg sem ég hef skrifað...og er þá mikið sagt...!

þriðjudagur, 15. maí 2007

Sumarið er komið!

Þá er maður búin með öll próf þetta vorið. Kláraði tónlistarsöguna í dag og fór létt með það eiginlega...en best að vera ekki með nein stór orð fyrr en maður fær einkunnina í hönd ;o)

Við Una eyddum bara deginum liggjandi í grasinu í Hljómskálagarðinum að læra. Það var mjör næs og merkilega mikið af fólki. Ég man ekki eftir því að garðurinn hafi verið svona vel sóttur þegar ég var krakki, en þá hékk ég mikið þarna. Átti tvö bú þarna í garðinum sem voru vel varin með heimatilbúnum þjófavörnum í anda Home Alone ;o)

Var á kóræfingu áðan og allt í einu einn tveir og þrír áttum við Rúna Vala að taka "einsöngspartinn" í Maístjörnunni...! Það gekk þokkalega en mikið af helginni er þó enn þá á röddinni :o/ Svo er það bara að syngja fyrir heldri borgara á morgun og eitthvað út mánuðinn.

Skemmtileg seinasta helgi. Lokapartý Bingó var ljúft eins og hópnum er einum lagið. Láum bara í pottinum og létum fara vel um okkur og allt glimmer skolaðist í burtu (nema potturinn sé bara orðinn glimmerhúðaður núna!)

Daginn eftir fór ég með Unu og Kalla að sjá lokaatriðið hjá Risessunni og félögum. Ég hefði ekki viljað missa af því að sjá þessa risa. Við létum okkur samt nægja að horfa á herlegheitin af Arnarhóli enda var fínasta útsýni þaðan. Eftir á var svo mikil þörf á kakóbolla til að koma hita í kroppinn.

Kaus svo á leiðinni heim...Í fyrsta sinn sem ég hef kosið...gaman að því.

Um kveldið var júróvisjónpartý hjá Röggu en söngfuglar voru ekki alveg að standa sig í mætingunni! En það var mjög skemmtilegt og í stigagjöfinni voru allir með tvö lönd í drykkjuleik. Við erum samt ekki jafn dugleg og sumir og ákváðum að það væri nóg að drekka 5 sopa fyrir hæstu 3 stigin en 1 sopa fyrir önnur stig, vorum ekki alveg til í sopi á stig dæmið! Ég fékk Armeníu og Frakkland og bjóst nú ekki við að eiga eftir að finna nokkurn skapaðan hlut á mér eeeeeeeeen haldiði að Armenía hafi ekki bara verið í 5. eða 6. sæti eða eitthvað! Þetta var samt merkilega leiðinleg keppni fannst mér! Fann ekkert alminnilegt að halda með...enda verður maður eiginlega að vera búin að hlusta á lögin fyrirfram því hljóðblöndunin er bara eitthvað skrítin og maður heyrir ekkert í söngvurunum!

Svo var haldið niður í bæ eftir á og byrjað á því að dansa af sér rassinn á Kúltúra og svo dansað frá sér allt vit á Kofanum. Mjög gott kveld :o)

Hahaha nema fyrir utan það að á leiðinni heim þá fattaði ég að ég væri ekki með lykla að íbúðinni minni, bjóst við því að þeir hefðu dottið úr vasanum annaðhvort á Kúltúra eða Kofanum. Svo var ég að ganga til nýja skó og þess vegna alveg dáin í löppunum! En Helgi bjargaði mér rétt rúmlega 7 minnir mig nema ég skildi skóna mína eftir fyrir utan hjá mér því ég hélt ég væri bara að fara til Unu að ná í lyklana mína en endaði að fara einhvern rúnt með Helga því hann var að skila einhverjum gaurum til síns heima og þá var klukkan orðin svo margt að ég krassaði bera á gestasófanum hjá honum. Og þegar maður sofnar seint þá vaknar maður seint og var komin kaffitími þegar maður fór á fætur og var ég viss um að skórnir væru pott þétt horfnir af tröppunum mínum. En viti menn! Þarna stóðu þeir enn elskurnar...enda kannski ekki margir sem hafa not af skóm númer 36...! Alltaf gaman að lenda í smá ævintýrum í sumarbyrjun :o) Já, svo hafði ég bara gleymt lyklunum heima...

Atvinnuviðtal á morgun klukkan 10...ég býst alveg við að fá þá vinnu enda vinnutíminn bestur í heimi svona yfir sumartímann...frá 7-13 alla virka daga :o) Líst vel á það því þá er allur dagurinn eftir! Svo er svo gott að vakna snemma á morgnana á sumrin.

En ég ætla að halla mér núna...eða að minnsta kosti að fara að horfa á DVD.

Sweet dreams!

föstudagur, 11. maí 2007

Glitter and gay partý!

Já nú eru bara nokkrir klukkutímar þar til glitter and gay lokapartý bingósins hefst!

Ég held ég sé búin að grafa það upp sem ég á af glitrandi dóti og svo er það auðvitað jólaglimmerbodylotionið góða ;o)

Ég og Heiðrún skelltum okkur í sund í dag og tókum námsbækurnar með...og já við lærðum! merkilega þægilegt að læra í sundi...eða hjá sundi réttara sagt ;o) Stefnum á aðra sundferð á morgun og verðum þá nestaðar ;o)

Fínt lokaprófagrillpartý í gær í Söngskólanum. Það seinasta sem ég geri sem formaður þar :o) Það gekk mjög vel fyrir sig og eurovision varpað á tjald og alles! Og enginn bömmer í gangi yfir því að við komumst ekki áfram því ég bjóst aldrei við því...finnst þetta lag bara ekki gott...frekar en mörg önnur lög í keppninni.

Svo er ég bara farin að hlakka rosalega til þess að fara í skólann og svo eru margar pælingar komnar í gang með sumarið en ég á samt enn eftir að finna mér alminnilega morgunvinnu í sumar...vil helst ekki vinna lengur en til 14 á daginn og er alveg til í að byrja 6 á morgnana svo lengi sem ég fæ frí um helgar!

Þoli ekki byrjun hvers ársþriðjungs...maður er svo uppfullur af allskonar hugmyndum og látum og svo bara er þetta oftast sama gamla tuggan!

En ég hef á tilfinningunni að þetta eigi eftir að vera gebbað sumar!

Enda verður Fanney systir hjá mér :o)

Ég hef bara eitt að segja...

...og það er að manneskjan ætti ekki að vera í nágrenni við nettengdar tölvur þegar manneskja er einmana og undir áhrifum áfengis!

Takk fyrir, búið, bless!

mánudagur, 7. maí 2007

Ekki abbast upp á konu í skítugum skóm!

Í gær:

Fór ég í bíó með Fanney systur klukkan 13:00...Mikið af börnum, sérstaklega strákum, í salnum...sem gerði þetta að sérstakri lífsreynslu! En hvað gerir maður ekki fyrir ódýrari bíómiða? Myndin var Spiderman 3 sem er ekkert meira né minna en það sem maður býst við.

Skutlaði Fanney á flugvöllinn og náði þar að knúsa Heiðu og Þóa :o)

Fór svo á tónleika hjá Erlu Dóru og kippti Ágústu með mér...Frábærir tónleikar...er enn með gæsahúð! Ofboðslega falleg rödd og góður söngur og svo falleg sviðsvera!

Svo fórum við Ágúst í leikhús á seinustu sýningu af Afgöngum í Austurbæ. Það var fínt. Stefán Hallur er mjög góður leikari og ég verð eiginlega bara hrifnari af honum með hverri sýningunni!

Í dag:
Vöknuðum við Una klukkan 9:00 og skelltum okkur í sund þar sem ég vígði nýja bikiníið...Það var ljúft og láum við þar dormandi til 12:00

Þá fórum við í bakarí og átum herlegheitin í Grasagarðinum.

Svo flutti Una út og ég flutti mig yfir í hitt herbergið :o) Er að fíla mig betur þar!

Fór á fund hjá Óperukórsstjórninni og þar var ýmislegt skemmtilegt rætt!

Svo var kóræfing.

Og ég endaði daginn með því að ná í Helga og var farið og fengið sér ís og rúntað um.

Og núna er komið að DVD!

sunnudagur, 6. maí 2007

zzzzzzz

Var andvaka seinustu nótt.

Fór til spákonu í dag.

Þjónaði í prófdómarapartýi í kveld.

Er komin heim.

Er þreytt.

Ætla að sofa!